FISKURINN, hvert sem hann fer er gleði og gaman, sem væri frábært ef hann væri að reyna að vera fyndinn. Fiskurinn skilur ekkert um hvað kynlíf snýst. Ef að var ekki fjallað um það á bls. 18 í „Líkaminn okkar“ þá telst það ekki með. Konur í fiskamerkinu klæðast löngum flæðandi kjólum og óhóflegu magni af silfurskartgripum.
Á gönguferðum segist Fiskurinn elska stjörnurnar, en sú eina sem hann getur bent á er Friðarsúlan og svo grenjar hann yfir að finna ekki fleiri. Fiskurinn man í hverju hann var klæddur 3. mars 1981, en man ekki heimilisfang sitt í dag. Hann hefur enga tilfinningu fyrir áttum eða hvert hann stefnir. Fólk sem bakkar inn einstefnugötur á 60 km hraða er næstum undantekningarlaust í fiskamerkinu. Fiskurinn mun að öllum líkindum drepast með því að detta út um glugga eða hlaupa fyrir vörubíl. Nema í þeim tilvikum sem hann á Krabba sem maka.
Fiskurinn er svo úti á túni og í eilífri hættu að hann nær meira að segja að fá Ljónið til að sýna móðurtilfinningu. En ekki láta blekkjast, margur Fiskurinn getur komið þér á óvart með því að kýla þig kaldan og ímynduðu vini þína fjóra í leiðinni.
Þrátt fyrir að Ljónið eigi yfirleitt fyrsta sætið víst á sviði skemmtunar, þá nær Fiskurinn því stundum fyrir einskæra slysni. Þeir eru stoltir að segja þér að Michelangelo, Galileo og Albert Einstein, en enginn þeirra var með umboðsmann, voru allir Fiskar. Það sem þeir vilja ekki segja þér er að Rob Kardashian og Osama Bin Laden eru líka Fiskar.
Fiskurinn segir að hann „vilji heiðarlega gagnrýni“ á starf sitt. Síðan leggst hann í fósturstellingu á gólfið þegar þú segir að þér líki ekki eitthvað við vinnu hans. Reyndu aldrei að rökræða við Fiskinn, hann eða hún býr bókstaflega við þröskuldinn inn í Narníu. Í rökræðum heldur Fiskurinn engu samhengi og notast við tilvitnanir í Friends og að sjálfsögðu grætur. Það skiptir ekki máli hvaða tungumálatæki Fiskurinn myndi nota til að lýsa heimspekilegum hugtökum vegna þess að hann er ekki viss um hvað hann er að tala um.
Fiskurinn grætur yfir dauðum dýrum á förnum vegi, en finnst ekkert rangt við að slá niður menn sem honum líkar ekki við. Krabbinn segir eitt og gerir annað. Sporðdrekinn segir eitt og gerir það síðan bara af illgirni. Fiskurinn segir allt of mikið og gerir svo bara allan andskotann sem hann vill!