fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Fyndin og frekar hreinskilin lýsing á stjörnumerkjunum – VATNSBERINN

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við höldum áfram með skemmtilegar og frekar hreinskilnar lýsingar á stjörnumerkjunum. Nú er það Vatnsberinn ( 20. janúar – 18. febrúar).

VATNSBERINN elskar partý. Hvar sem er, hvenær sem er, þá er partý þeirra mottó. Vatnsberanum finnst jarðarför jafngóður staður og hver annar til að daðra við einhvern af hinu kyninu (eða sama kyni ef vill). Vatnsberinn var sérlega hrifinn af hippatímabilinu, af því að þá gat hann verið nakinn opinberlega og komist upp með það. (This is the dawning of the age of Aquarius, eins og sungið var í Hárinu). Vatnsberinn elskar að vera nakinn.

Vatnsberinn er eina stjörnumerkið sem getur spilað boltaleiki við sjálfan sig, og hann gerir það oft. Vatnsberinn notar setninguna „Hei gaur“ mjög oft þegar hann lýsir heimspekilegum hugtökum. Vatnsberinn yfirgefur líkamann á hverjum degi, oft á dag. Ef þú ert að tala við Vatnsbera og hann eða hún sónar út þá er samtalið vonlaust. Hann er byrjaður að tala við gaurinn hinu megin við þig.

Vatnsberinn er skemmtilegur af því að hann leiðir fólk áfram í lífinu. Og líka af því að ef þú segir honum að hlaupa um nakinn þá mun hann gera það.

Vatnsberinn elskar stjörnufræði af því að hann hefur verið á öllum þessum stöðum. Ef þú vilt vita hvernig matur er framborinn á Mars, spurðu Vatnsberann. Hann getur líka gengið á vatni ef hann reynir mjög mikið. Þetta gerist venjulega þegar Vatnsberinn er í baði. Vatnsberinn leyfir sér alla mögulega lesti og hugsar sig ekki einu sinni tvisvar um. Þess vegna pirrar hann oft alla aðra. Hann hefur engu að síður stjörnufræðilegan rétt á þessu. Flestar rokkstjörnur eru Vatnsberar.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragna á von á barni

Ragna á von á barni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“