fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fókus

Ævintýrið um Augastein eftir Felix Bergsson flutt sautjánda og síðasta árið í röð í Tjarnarbíói

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Felix Bergsson snýr aftur með Ævintýrið um Augastein á aðventunni. Margir líta á það sem hluta af jólaundirbúningnum að hlýða á Felix flytja fallega jólaævintýrið um Augastein enda hefur verkið verið sett á svið árlega, bæði hérlendis og erlendis, síðastliðin 17 ár.

Nú er hins vegar komið að leikslokum og í ár verður ævintýrið flutt í síðasta sinn í Tjarnarbíói. Sýningafjöldi er afar takmarkaður, en aðeins verða sex sýningar. Ævintýrið um Augastein er jólaævintýri fyrir alla fjölskylduna eftir Felix Bergsson í samvinnu við Kolbrúnu Halldórsdóttur og Helgu Arnalds. Verkið var frumsýnt í London árið 2002 og hefur verið sýnt reglulega á aðventunni síðan þá.

Árið 2015 sneri sýningin aftur „heim“ í Tjarnarbíó og hefur algjörlega slegið í gegn að nýju og uppselt á allar sýningar. Í kjölfarið hefur Forlagið endurútgefið bókina með ævintýrinu en hún hefur verið uppseld í áraraðir. Bókin verður til sölu á sýningum. Verkið er æsispennandi ævintýri sem byggir á sögunum um sveinstaulana þrettán, syni Grýlu og Leppalúða. Augasteinn litli lendir í klónum á jólasveinunum sem voru einu sinni andstyggilegir hrekkjalómar. Þeir taka ástfóstri við litla drenginn en leikar fara að æsast þegar Grýla kemur til sögunnar. Allt endar þó vel að lokum og við komumst að því hvers vegna jólasveinarnir fóru skyndilega að gefa öllum börnum í skóinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“