Fimmtudaginn 29. nóvember kl. 17.00 mun Kristín E. Guðjónsdóttir opna myndlistarsýningu sína „HULINN HEIMUR“ í Gallerí Gróttu – sýningarsal Seltjarnarness sem er á 2. hæðinni á Eiðistorgi (inni á Bókasafni Seltjarnarness). Sýningin verður opin allan sýningartímann skv. opnunartíma bókasafnsins.
Í abstrakt verkinu birtast myndir tilfinninga sem dagsdaglega eru okkur huldar. Litir, form og formleysi, túlka hér orku þá sem býr hið innra. En allt byggir þetta á persónulegri upplifun.
Kristín E. Guðjónsdóttir nam myndlist hjá myndlistarkonunni og kennaranum Margréti Zóphóníasdóttur. Hún hefur sótt námskeið hjá Bjarna Sigurbjörnssyni listamanni og kennara, nám hjá Ignatius í Kaupmannahöfn og hjá Anne Juul Cristhophersen í Danmörku.
Árið 2016 sýndi Kristín verk sín fyrst opinberlega eftir að hafa um tíma tekið reglulega á móti gestum á heimili sínu á Seltjarnarnesi. Fyrsta sýningin var í Löngubúð á Djúpavogi í apríl 2016, rúmu ári síðar eða í október 2017 hjá Inni og Úti arkitektum og svo fyrr á árinu í Lágafellslaug í Mosfellsbæ 2018.