fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Bókakaffi – Sjón, Mánasteinn og sögulega skáldsagan

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 28. nóvember 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Sjón sækir Gerðuberg heim á Bókakaffi í nóvember, í Menningarhúsinu í Gerðubergi í kvöld kl. 20,  með skáldsöguna Mánastein í farteskinu. Kristján Guðjónsson menningarblaðamaður mun spjalla við Sjón um söguna og skáldskapinn, um bíó, býsnir og skugga-baldra. Hvernig er að skrifa sig inn í frostavetur? Hvernig leið almenningi í Reykjavík á fullveldisárinu?

Aldarafmæli fullveldisins hefur víða verið fagnað á árinu. Fáum hefur tekist jafn vel til að sviðsetja andrúmsloftið þetta örlagaríka ár í íslenskri sögu og Sjón í skáldsögunni Mánasteinn – Drengurinn sem aldrei var til  frá árinu 2013.

Mánasteinn segir frá drengnum Mána Steini sem hefur unun af kvikmyndum og lifir sig inn í hverja einustu mynd sem sýnd er á hvíta tjaldinu. Þegar spænska veikin herjar á bæjarbúa í Reykjavík blandast heimar Mána Steins saman, ímyndun verður veruleiki og bilið milli lífs og dauða verður ógreinanlegt. Sjón hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna árið 2013.

Bókakaffi í Gerðubergi er hluti kaffikvölda í Gerðubergi og haldið mánaðarlega yfir vetrarmánuðina, fjórða miðvikudagskvöld í mánuði. Það er vinsæll liður í viðburðadagskrá Borgarbókasafnsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dallas-stjarna í heimsókn á Íslandi

Dallas-stjarna í heimsókn á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingar ósáttir – „Bara algjörlega ónýtt drasl og ekki sami jólasjarminn yfir því eins og áður“

Íslendingar ósáttir – „Bara algjörlega ónýtt drasl og ekki sami jólasjarminn yfir því eins og áður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir segir Ísland ekki lengur barnvænt og kallar eftir hugarfarsbreytingu – „Þetta er alvarlegt vandamál. Við þurfum hjálp!“

Móðir segir Ísland ekki lengur barnvænt og kallar eftir hugarfarsbreytingu – „Þetta er alvarlegt vandamál. Við þurfum hjálp!“