fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Birgir yfirgefur Dimmu – „Um leið og manni finnst ekki lengur gaman og fórnin of mikil á maður að hætta“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 28. nóvember 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Jónsson trommuleikari þungarokksveitarinnar Dimmu skrifaði færslu á Facebook fyrr í dag, sem eflaust gaf fjölmörgum aðdáendum sveitarinnar hjartaflökt, en þar tilkynnir hann að hann er hættur í hljómsveitinni.

Birgir tilkynnti öðrum meðlimum sveitarinnar sinnar ákvörðun sína áður og skilja þeir sáttir.

„Þetta er ekki eins skemmtilegt og gefandi og áður,“ segir Biggi, sem segist vilja fókusa á aðra hluti í lífinu, auk þess að verja tíma með fjölskyldu og vinum. Segir hann keyrsluna hafa verið mikla, og lítinn tími gefist í annað, og lítið um sumarfrí.

Segist Biggi alls ekki hættur að tromma, nokkur spennandi verkefni séu framundan, sem hann getur valið sjálfur. Að lokum þakkar hann þeim sem hann hefur kynnst í gegnum Dimmuævintýrið og segir Dimmulestina munu halda áfram, bræðurnir Ingólfur og Silli Geirdal, auk Stefáns Jakobssonar, munu halda áfram.

Elsku vinir,

Eftir tæp 8 ár sem meðlimur í þungarokksveitinni DIMMA hef ég tilkynnt félögum mínum að ég vilji ganga af sviðinu og hætta í sveitinni.

Fyrir því eru margar ástæður en aðallega sú að ég vil nota tímann minn í aðra hluti og finnst þetta ekki lengur eins skemmtilegt og gefandi og áður.

Samhliða Dimmu hef ég starfað sem stjórnandi í ýmsum fyrirtækjum sem og í eigin verkefnum og nú vil ég auka fókusinn á þann hluta lífs míns auk þess að hafa meiri tíma til að eyða með fjölskyldu og vinum.

Næstum allur minn tími hefur farið í þessa hljómsveit síðustu ár og því hef ég ekki haft nógu mikinn tíma til að setja í annað, það er t.d. lítið um sumarfrí með fjölskyldunni eða ferðalög þegar maður er að spila flestar helgar eins og raunin hefur verið hjá Dimmu síðustu árin.

Þetta hefur verið rosaleg keyrsla en nú er ég einfaldlega búinn að fá nóg og vil gera aðra hluti í lífinu. Um leið og manni finnst þetta ekki lengur gaman og fórnin of mikil þá á maður að hætta og þakka fyrir sig.

Það sem byrjaði sem saklaust ferðalag hjá mér í hobbí rokksveit snemma árs 2011 varð að þvílíkri rússíbanareið þar sem við náðum árangri sem okkur grunaði ekki að væri mögulegur. Ég get ekki talið upp alla þessa hundruði tónleika og þær plötur sem við höfum gert en ég veit bara að við höfum gert flest allt sem hægt er að gera í tónlist í þessu landi…og það nokkrum sinnum.

Ég er samt alls ekki hættur að spila á trommur, öðru nær, ég er með nokkur spennandi verkefni í gangi með flottum tónlistarmönnum sem ég er spenntur að vinna í, þannig að ég mun halda áfram
að gera tónlist. En ég vil velja verkefnin vel og nota tíma minn sem best.

Ég vil þakka öllu fallega fólkinu sem ég hef hitt í gegnum Dimmu, öllu fólkinu sem hefur sagt mér hvaða þýðingu tónlistin okkar hefur fyrir það , öllu liðinu sem hefur komið á tónleika hjá okkur, öllum
tæknimönnunum og sérstaklega okkar elsku Big Bad Mama (Helga Dóra).

Þetta hefur verið alveg ótrúlega skemmtilegur tími og ég er rosalega þakklátur fyrir þessa lífsreynslu.

Að lokum vil ég þakka bræðrum mínum í bandinu, SilliIngo og Stefán – takk fyrir mig elsku vinir og gangi ykkur vel – djöfull var gaman!

Takk

Biggi

Ps. Engar áhyggjur, þeir ætla að halda áfram svo að Dimmulestin stöðvast ekki, sem betur fer.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einbýlishús á einstökum stað til sölu – „Konfekt fyrir augun“

Einbýlishús á einstökum stað til sölu – „Konfekt fyrir augun“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sirrý um erfiða tíma – „Út frá því fékk ég hugrekkið til að segja upp vinnunni minni”

Sirrý um erfiða tíma – „Út frá því fékk ég hugrekkið til að segja upp vinnunni minni”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta fannst lesendum DV um Skaupið

Þetta fannst lesendum DV um Skaupið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðamaður lét kuldann ekki stöðva sig við Skógafoss – Myndbandið hefur fengið yfir 17 milljónir áhorfa

Ferðamaður lét kuldann ekki stöðva sig við Skógafoss – Myndbandið hefur fengið yfir 17 milljónir áhorfa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skiptar skoðanir á Skaupinu – „Ég var ekki alveg sátt“ – „Man ekki eftir að hafa hlegið jafn mikið“

Skiptar skoðanir á Skaupinu – „Ég var ekki alveg sátt“ – „Man ekki eftir að hafa hlegið jafn mikið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“