Þrátt fyrir að geta fatað heiminn með auðæfum sínum þá virðist sem Kardashian systurnar eigi erfitt með að halda sig í sínum.
Sviðsljósið er núna á Kourtney sem situr fyrir nakin á forsíðu desember/janúarblaðs mexíkóskrar útgáfu GQ. Það er ljósmyndarinn Michael Schwartz sem myndar Kourtney, sem er 39 ára, þriggja barna móðir.
Kourtney er pen á forsíðunni klædd í hvíta samfellu, en í blaðinu berar hún meira.
Kourtney deilir forræði barnanna, Mason, 9 ára, Penelope, 6 ára, og Reign, 3 ára, með Scott Disick, en þau skildu 2015. Í ágúst síðastliðnum hætti Kourtney með kærasta sínum, Younes Bendjima, 25 ára. Í viðtalinu ræðir hún hverju hún er að leita að hjá karlmanni.
„Það er nauðsynlegt að maki minn búi yfir sjálfstrausti, að hann viti hver hann er, þannig að hann þurfi ekki að sýnast neitt fyrir neinum. Hann þarf einnig að vera skilningsríkur og taka mér eins og ég er. Ef það er ekki til staðar, þá virkar þetta ekki.“
Stuttu áður en myndatakan varð opinber, gengu sögusagnir um að Kourtney væri ófrísk að fjórða barninu. Fóru þær á flug eftir að einn aðdáandi vakti máls á því þar sem Kourtney var með hendina á maganum þar sem hún stóð við hliðina á Disick í myndatöku á þakkargjörðarhátíðinni.
„Er Kourtney ófrísk?“, skrifaði aðdáandinn í athugasemd. Kourtney svaraði því á gamansaman hátt: „Nei, en hversu vel lítur hendin á mér út á síðustu myndinni?, og vísaði þar til myndar sem systir hennar, Kendall Jenner, póstaði þar sem sjá mátti Kourtney fylla disk sinn af mat.