Árlegt Jólakaffi Hringsins verður næstkomandi sunnudag, 2. desember í Hörpu. Húsið opnar kl. 13 en dagskráin byrjar 13.30.
Jólakaffið er fastur liður í jólahaldi margra fjölskyldna. Í fyrra mættu ríflega 900 manns í kaffihlaðborð þar sem allt var heimabakað af Hringskonum.
Mikil spenna er í kringum hið víðfræga Jólahappdrætti sem er fastur liður en vinningar eru um 2500. Einnig verða frábær skemmtiatriði og allir listamennirnir gefa vinnu sína.
Upplýsingar um styrkveitingar Hringsins á árinu 2018 má finna á vef félagsins. Það sem af er þessu ári hefur Hringurinn veitt styrki upp á 29 milljónir króna.
Öll verkefni Hringsins eru unnin í sjálfboðaliðastarfi Hringskvenna. Yfirbygging félagsins er engin og allir fjármunir sem safnast renna í Barnaspítalasjóð Hringsins.
Formaður Hringsins er Anna Björk Eðvarðsdóttir.
Óbreyttur aðgangseyrir:
13 ára og eldri 2.500 kr.
6-12 ára 1.000 kr.
5 ára og yngri frítt.