fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Fimmhundruð þúsundasta eintak Arnaldar fundið

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir útgáfu nýjustu bókar Arnaldar Indriðasonar, Stúlkan hjá brúnni, fór Forlagið af stað með leik í tilefni þess að fimmhundruðþúsundasta eintak af bókum Arnaldar myndi seljast skömmu eftir dreifingu.

Gullmiða var komið fyrir í einu eintaki af bókinni áður en hún fór í búðir og handhafi miðans skyldi gefa sig fram til Forlagsins. Vinningshafi leiksins var Halldór Sigurðsson frá Þorlákshöfn, en sonur hans gefur honum nýjustu bók Arnaldar ár hvert.

Athöfnin átti sér stað í Pennanum Eymundsson Smáralind þar sem bókin var keypt. Þar afhenti Arnaldur sjálfur Halldóri vinningsumslagið sem innihélt gjafabréf til lúxusgistingar á Tower Suites í Borgartúni, kvöldverðar á Skelfiskmarkaðnum og miða í Þjóðleikhúsið, allt fyrir tvo. Eftir að afhendingunni var lokið áritaði Arnaldur svo eintak af bókinni fyrir Halldór.

Stúlkan hjá brúnni fór beint í fyrsta sæti á Bóksölulistanum 1.-20. nóvember auk þess sem hún hefur fengið frábæra dóma gagnrýnenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“