fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Elín Kára – „Niðurdrepandi að þetta sé það fyrsta sem þú sérð á morgnana“

Elín Kára
Mánudaginn 26. nóvember 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjöundi og síðasti dagurinn runninn upp. Mikið er ég ánægð með þig að hafa gert öll þessi litlu verkefni. Þú ert örugglega orðin sjóuð/aður í því að taka til hendinni í stuttum og einföldum verkefnum. Í dag tökum við til á stað sem er sá síðasti sem við sjáum á kvöldin og sá fyrsti sem við sjáum á morgnanna – jú það er rétt: náttborðið.

Verkefni dagsins

Taka til á náttborðinu. Fyrir flesta er best að vera með poka við höndina sem þú hendir rusli í. Taktu allt rusl og hentu því. Taktu allt sem þú hefur ekki notað síðasta mánuðinn og annað hvort hentu því eða geymdu það annarsstaðar. Sumir þurfa að setja einhverjar bækur upp í hillu. Það er best að lesa 1-2 bækur í einu (fer eftir eðli bókar).

Verkefnið er búið þegar þú ert einungis með það allra nauðsynlegasta á náttborðinu.

Það er niðurdrepandi að það fyrsta sem þú sérð á morgnanna er óreiða og allskonar dót sem þú notar aldrei. Þess vegna legg ég mikla áherslu á að taka til á náttborðinu og hafa það snyrtilegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart