Atli Fannar Bjarkason fór yfir fréttir vikunnar í þættinum Vikan með Gísla Marteini í gærkvöldi.
Atli Fannar fór yfir viðbrögð Íslendinga á Internetinu við færslu Sólveigar Auðar Hauksdóttur, hjúkrunarfræðings, en hjúkrunarfræðingar og og Birgitta Haukdal, fyrrum söngkona Írafár, hafa verið mikið í umræðunni síðustu daga eftir að í ljós kom að hjúkrunarfræðingur var kallaður hjúkrunarkona í bók Birgittu, Lára fer til læknis.
„Sólveig benti meðal annars á að hjúkrunarfræðingar sinntu almennt ekki starfi sínu í kjól og að orðið hjúkrunarkona væri ekki notað lengur. Loks bað hún foreldra um hjálp við að brjóta niður þessar skaðlegu staðalímynd. Skoðum hvernig Internetið brást við færslu Sólveigar,“ segir Atli.