Dagur 6 – tiltekt
Baðherbergisskápurinn. Hjá einhverjum gæti verkefni dagsins tekið meiri tíma en verkefnin hingað til. Það vill oft verða að baðherbergisskáparnir og skúffur fá að mæta afgangi í tiltektum. Þess vegna er verkefni dagsins baðherbergisskápurinn.
Ef þú sinntir verkefni gærdagsins, þá ertu búin að henda ruslinu inn á baði og þar með er tiltektin hafin að einhverju leiti.
Vertu með ruslafötu við höndina og svo geymslubox.
Farðu í gegnum alla skápa og skúffur inn á baði. Hentu því sem er útrunnið eða því sem þú getur ekki hugsað þér að nota næsta mánuðinn. Settu það sem þú vilt eiga en ert ekki að nota dagsdaglega í geymsluboxið (eða körfu).
Þessar spurningar gætu aðstoðað þig við að henda út öllum óþarfa úr baðherbergisskápunum.
Eftir verkefni dagsins ættir þú að hafa það sem þú notar oftast fremst í skápunum. Það sem þú vilt eiga og notar annað slagið – það er í boxi eða körfu innar í skápunum.
Deildu mynd inn á Instagram undir #sjödagatiltekt