fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Bókamessa í Bókmenntaborg um helgina

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 23. nóvember 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókamessa í Bókmenntaborg er árlegur viðburður í nóvember í Hörpu. Þar sameina krafta sína Bókmenntaborgin Reykjavík og Félag íslenskra bókaútgefenda. Allar bækur útgefnar á árinu eru viðfang Bókmessu. Þar birtist „jólabókaflóðið‟ sem íslensk bókaútgáfa er þekkt fyrir víða um heim og helst í hendur við þá fallegu íslensku hefð að gefa bækur í jólagjöf. Bókamessa er helgina 24. og 25. nóvember og er opið milli kl. 11 og 17 báða daganna. Frítt inn á alla viðburði og allir velkomnir.

Fyrsta Bókamessa í Bókmenntaborg var haldin árið 2011 í Ráðhúsinu og Iðnó. Síðan þá hefur Bókamessa vaxið ár frá ári og er nú einn af stóru viðburðunum í bókmenntalífi borgarinnar.

Bókamessa leggur nú undir sig Flóa á jarðhæð Hörpu og salina Rímu A og B þar sem lífleg bókmenntadagskrá verður báða dagana. Börn eru sérstaklega boðin velkomin á Bókamessu og verða sögustundir fyrir börn á öllum aldri í Krakkahorni Sleipnis í Flóa. Eins og undanfarin ár verður einnig boðið upp á barna- og ungmennabókahlaðborð með sýnishornum af nýjum bókum sem bæði börn og fullorðnir geta smakkað á í notalegu lestrarumhverfi.

Á sýningarsvæðinu verða höfundar og útgefendur og margt um að vera á kynningarbásunum allan daginn. Hljóðbókaútgáfan Storytel leiðir okkur inn í heim hljóðbóka, höfundar ræða við gesti og afgreiða bækur, boðið verður upp á smakk úr matreiðslubókum, föndur og spennandi leiki. Höfundar veita áritanir og útgefendur veita góð ráð fyrir þá sem eru að leita að bókum til gjafa eða á sinn eigin óskalista.

Á Bókamessu koma saman bókaútgefendur, höfundar og lesendur og eiga saman helgi þar sem orðlistin er í öndvegi. Fjölbreytt og skemmtileg bókmenntadagskrá er í tengslum við Bókamessu og lesendur geta nælt sér í glóðvolgar bækur á góðu verði beint frá útgefenda.

Frítt er inn á alla dagskrárliði og nóg um að vera fyrir fólk á öllum aldri.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram