fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Fókus

Sýningar á Kvenfólki hefjast í Borgarleikhúsinu í kvöld

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 22. nóvember 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvöld hefjast sýningar á leikritinu Kvenfólk á Nýja sviði Borgarleikhússins. Það er dúettinn vinsæli Hundur í óskilum, Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson, sem fara með aðalhlutverk en þeir eru einnig höfundar verksins. Leiksýningin var frumsýnd hjá Leikfélagi Akureyrar í september í fyrra og sló þar rækilega í gegn. Hún var síðar tilnefnd til þriggja Grímuverðlauna.

Sem fyrr varpa þeir óvæntu ljósi á Íslandssöguna með húmorinn að vopni. Fyrri sýningum þeirra, Sögu þjóðar og Öldinni okkar, var gríðarlega vel tekið af gagnrýnendum og gestum. Sú fyrri hlaut Grímuverðlaun árið 2012 og sú seinni gekk fyrir fullu húsi í Samkomuhúsinu á Akureyri og svo í Borgarleikhúsinu.

Að þessu sinni taka þeir fyrir sögu kvenna og kvennabaráttunnar. Í texta um verkið segir að „frá því að konan kom til landsins í lok nítjándu aldar hafa íslenskir karlmenn gert sitt besta til að laga sig að breyttum aðstæðum. En hefur okkur tekist sem skyldi? Sagan greinir frá örfáum konum – raunar svo fáum að það er búið að skíra rakettur í höfuðið á þeim öllum.“

Hundur í óskilum veltir við hverjum steini og grefur upp ýmislegt óvænt og skemmtilegt í sögu jafnréttisbaráttunnar. Útkoman er drepfyndin sagnfræði með söngvum.

Fljótlega seldist upp á allar sýningar fram að jólum og var eftirspurnin svo mikil að bæta þurfti við aukasýningum. Sala á sýningar í janúar 2019 er hafin.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Telja Justin Bieber hafa verið að skjóta á Selenu Gomez með þessari mynd

Telja Justin Bieber hafa verið að skjóta á Selenu Gomez með þessari mynd
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fannar stendur fast á sínu og tekur ekki til baka umdeildu ummælin frá 2019 – „Menn geta fokkað sér með þetta kjaftæði“

Fannar stendur fast á sínu og tekur ekki til baka umdeildu ummælin frá 2019 – „Menn geta fokkað sér með þetta kjaftæði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?