fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Fæðing Jesú nútímavædd: Hipsteraútgáfan með snjallsímum og sjálfum – Sjáðu myndirnar

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 22. nóvember 2018 10:00

Bræðurnir Casey og Corey

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér má sjá nútíma útgáfu af fæðingu Jesú, með foreldrum, vitringum, fjárhirði, dýrum og tilheyrandi.

Það voru bræðurnir Casey og Corey Wright, sem hönnuðu þessa hipster útgáfu og settu á markað árið 2016, 5.000 stykki voru framleidd og seldist settið eins og heitar lummur.

Bræðurnir Casey og Corey

Settið er ekki lítið, 61 x 41 sm og hver fígúra er 18 sm á hæð.

„Þetta byrjaði bara sem grin yfir bjórum svona sex mánuðum áður en við settum það í sölu,“ segja bræðurnir. „Við vorum bara að ræða hvað þetta liti öðruvísi út ef fæðingin væri að eiga sér stað í dag.“
Bræðurnir eru aldir upp á kristilegu heimili og gengu í kristilegan skóla. Segja þeir að settinu sé alls ekki ætlað að varpa neinni rýrð á trú manna, heldur að gera góðlátlegt grin að samtímanum.

Aðspurður um hvort það sé eitthvað sem þeir vildu hafa með, en tókst ekki, svarar Casey, „engillinn er ekki með, við vorum að hugsa um að hafa dróna í staðinn, en það var of mikil áskorun.“

Settið í heild
Lambið er að sjálfsögðu í jólapeysu, ekki ljótri samt.
María og Jósef taka sjálfu með Jesúbarninu
Fjárhirðirinn sér um að snapchatta viðburðinn
Vitringarnir þrír mæta á Segway hjólum með gjafir frá Amazon Prime vefversluninni.
Kýrin er að sjálfsögðu lífræn og borðar glútenlaust fæði

Settið er til sölu meðal annars hér á 60 dollara, sem er líklega gjöf en ekki gjald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa „sónað út“ þegar eiginmaðurinn sagði brandara um líkama hennar

Sagðist hafa „sónað út“ þegar eiginmaðurinn sagði brandara um líkama hennar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“