fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Tómas seldi 2 daga gamlan borgara á Brask og brall – „Nóta fylgir“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Alexander Árnason, bauð fyrr í dag tveggja sólarhringa gamlan BigMac hamborgara til sölu á Facebook-síðunni Brask og brall (allt leyfilegt).

Tómas keypti hamborgarann á flugvellinum í Orlando um miðjan dag í gær og hvatti meðlimi síðunnar til að gera tilboð. 

Þetta var bara gert í gríni að setja einn á Braskið, komu fá eiginleg tilboð. Mest megnis fólk að tagga annað fólk og benda þeim á gersemina,“ segir Tómas í samtali við DV.

96 athugasemdir voru komnar við færsluna fyrir kl. 19, en öllum var frjálst að bjóða í hamborgarann, en uppboðið stóð til kl. 19 í kvöld. „Þetta er uppboð og hamarinn fellur klukkan 19:00,“ segir Tómas.

„Já hann er seldur,“ segir Tómas í samtali við DV. „Hann fór fyrir 2 kg. af nautakjöti.“

 

„Ef þú ert spennt fyrir honum þá á ég annan til. Ég keypti fjóra, tveir voru pantaðir fyrirfram, þriðji var seldur áðan og þessi fjórði er bara að tjilla í ísskápnum.“

Aðspurður um af hverju honum datt í hug að bjóða borgarann til sölu, svarar Tómas: „Ég ferðast mikið vegna vinnunnar og þetta var orðið grín í hvert skipti sem ég, eða fleiri, fórum í vinnuferðir; að ég yrði nú að koma með BigMac heim. Enda ófáanlegt hér, bara eins og menn eru beðnir um að kippa með nýjum símum eða einhverju nýjabrumi sem er ekki komið í sölu hérlendis.“

„En svo var ég að koma heim úr smá fríi núna á mánudaginn og ákvað að bjóða félaga mínum tvo sem hann þáði með þökkum og beið spenntur eftir. Þá fyrst ég var að taka tvo, þótti mér bara sniðugt að taka fjóra, þó ekki væri nema bara til að eiga tvo ef að það væri ekkert girnilegt í matinn í fluginu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram