fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Bent rifjaði upp lágpunkt íslenskrar grínsögu – og auðvitað fékk hann það í hausinn

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 10:00

Ágúst Bent.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Bent, grínisti og kvikmyndagerðarmaður, tvítaði í gær um lágpunkt íslenskrar grínsögu (að hans mati): „Lágpunktur íslenskrar grínsögu voru þessir glötuðu rím brandarar. Allir horfðu á örbylgjuofninn nema Binni, hann var inni.“

Ekki stóð á svörum við tvítið.

Einn benti Ágústi á hvort að þessi bók væri ekki jólagjöfin í ár, sem Ágúst svaraði með að hann yrði að eignast bókina.

Kjartan Atli Kjartansson körfuboltakappi og útvarpsmaður sagði að „allir fíluðu rímbrandarana, að undanskildum Gústa. Hann þurfti að pústa.“

Dj-inn Egill Spegill sagði „Allir fíluðu rímbrandarana nema Bent, honum var ekki skemmt.“

Einn sagði brandarann líka virka á ensku „Everyone stayed in a hotel except Bent, he stayed in a tent. Ok já líka ófyndið á ensku.“

Greinilega þótti fyndið að láta ríma við nafn Bents sjálfs.

„Allir krakkarnir lifðu af slysið nema Bent, hann klipptist í tvennt.“

„Allir tóku þátt í „lágpunkti ísl. grínsögu“ nema Bent, hann fékk það sent.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grátt, svart og hvítt áberandi í endurnýjaðri eign í Reykjavík

Grátt, svart og hvítt áberandi í endurnýjaðri eign í Reykjavík
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni