Ágúst Bent, grínisti og kvikmyndagerðarmaður, tvítaði í gær um lágpunkt íslenskrar grínsögu (að hans mati): „Lágpunktur íslenskrar grínsögu voru þessir glötuðu rím brandarar. Allir horfðu á örbylgjuofninn nema Binni, hann var inni.“
Ekki stóð á svörum við tvítið.
Einn benti Ágústi á hvort að þessi bók væri ekki jólagjöfin í ár, sem Ágúst svaraði með að hann yrði að eignast bókina.
Kjartan Atli Kjartansson körfuboltakappi og útvarpsmaður sagði að „allir fíluðu rímbrandarana, að undanskildum Gústa. Hann þurfti að pústa.“
Dj-inn Egill Spegill sagði „Allir fíluðu rímbrandarana nema Bent, honum var ekki skemmt.“
Einn sagði brandarann líka virka á ensku „Everyone stayed in a hotel except Bent, he stayed in a tent. Ok já líka ófyndið á ensku.“
Greinilega þótti fyndið að láta ríma við nafn Bents sjálfs.
„Allir krakkarnir lifðu af slysið nema Bent, hann klipptist í tvennt.“
„Allir tóku þátt í „lágpunkti ísl. grínsögu“ nema Bent, hann fékk það sent.“
Lágpunktur ísl. grínsögu voru þessir glötuðu rím brandarar. Allir horfðu á örbylgjuofninn nema Binni, hann var inni. Smdh
— Agust Bent (@agustbent) November 20, 2018