Veitingastaðurinn Ali Baba við Ingólfstorg hefur vakið athygli fyrir hnyttnar Facebookfærslur.
Staðurinn bregst ekki aðdáendum sínum í deilunni sem tröllriðið hefur netinu, myndskreytingum í barnabók Birgittu Haukdal.
Lestu einnig: Anahit teiknaði umdeildar myndir barnabókar Birgittu – „Ég er opin fyrir nýjum tækifærum“
Segist staðurinn elska bæði hjúkrunarfræðinga og hljómsveitina Írafár.
Birgitta tjáði sig um málið í Reykjavík síðdegis. Þar sagðist hún miður sín yfir því að hafa sært einhverja. „Mér þykir það ótrúlega leitt ef ég hef sært einhvern með því að nota þetta orð hjúkrunarkona.“
Lestu einnig: Jens sýndi Birgittu Haukdal ótrúlegan dónaskap – Svona tók hún á ókurteisi hans