Margir einhleypir Íslendingar þekkja Tinder-appið, þar sem þú sópar einstaklingum af hinu kyninu ýmist til hægri (ef þér líst vel á það) eða vinstri (ef þér líst ekki á það).
Á örfáum sekúndum lætur þú mynd/ir og oft takmarkaða lýsingu á viðkomandi ráða í hvaða átt viðkomandi fær að fara. Síðan ef viðkomandi leist vel á þig líka, þá færðu „match“ eða samsvörun.
Anshul fékk það hlutverk að sópa 30 konum til hægri, eða vinstri, með konurnar sjálfar fyrir framan sig. Hvernig ætli það hafi gengið hjá honum? Og hvað ætli hann fái mörg „mötch“?