fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Styrktartónleikar og söfnun fyrir Söndru Lind 6 mánaða – Greind með sjaldgæfan beinasjúkdóm

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrktartónleikar fyrir Söndru Lind Birgisdóttur, sex mánaða, fara fram á Hard Rock á morgun, miðvikudag, kl. 20.

Stuðlabandið, Stebbi Hilmars, Páll Rózinkrans, Ívar Daníelsson, Hlynur Ben, Úlfur úlfur eru á meðal þeirra sem koma fram og mun allur ágóði renna til Söndru Lindar.

Alma Dögg Árnadóttir frænka litlu stúlkunnar lýsti sjúkdómnum og næstu skrefum í viðtali hjá Huldu og Loga í síðdegisþættinum á K100.

Sandra Lind fæddist 3. maí síðastliðinn og fyrir þremur vikum greindist hún með beinasjúkdóminn Osteopetrosis, en hún er þriðja tilvikið á 48 árum sem greinist með sjúkdóminn hér á landi. Sjúkdómurinn veldur því að beinin stækka ekki eðlilega, eru viðkvæm og eru fjölmörg bein í líkama hennar brotin. Beinin vaxa þannig að þau þykkna í stað þess að hún lengist og hún hefur lítinn beinmerg í beinunum vegna þess að beinin eru þykk og næstum heil í gegn. Það veldur því að beinmergurinn getur ekki framleitt blóð eins og hann á að gera útskýrir Alma Dögg,  auk þess sem hún er reglulega hjá talmeinafræðingi, háls-, nef-, eyrna- og augnlækni, þar sem beinin eru óeðlilega stór og því farin að þrýsta á taugar og æðar.

Sandra Lind þarf að fara til Svíþjóðar í beinmergsskipti um miðjan desember ásamt foreldrum sínum, þeim Birgi Erni Birgissyni og Svanhildi Karen Júlíusdóttur.

Ljóst er að þau verða í nokkra mánuði í Svíþjóð með tilheyrandi álagi og kostnaði og vildu vinir og fjölskylda leggja þeim lið með þessum hætti.

Einnig má leggja beint inn á styrktarreikning sem hefur verið stofnaður:
0130-05-020001, Kt. 030518-2250.

Husta má á viðtalið við Ölmu Dögg hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram