Reykjavíkurdætur unnu í dag Music Moves Europe Forward Talent Awards, tónlistarverðlaun á vegum Evrópusambandsins.
Verðlaunin verða afhent á Eurosonic-tónlistarhátiðinni þann 19. janúar, en alls eru 24 hljómsveitir tilnefndar í sex flokkum.
Reykjavíkurdætur voru tilnefndar í flokknum rapp/hip hop ásamt þremur öðrum flytjendum, en tveir flytjendur hljóta verðlaunin í hverjum flokki. Belgíska hip hop grúbban Blackwave (Willem Ardui and jaywalker) vann einnig í flokknum. Tveir íslenskir flytjendur hafa áður verið tilnefndir og unnið til verðlaunanna, hljómsveitin Of Monsters and Men árið 2013 og Ásgeir Trausti árið 2014.
Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá 2003, en valið er úr hópi efnalegasta tónlistarfólks Evrópu. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á fjölbreyttri tónlist innan evrópskrar tónlistarmenningar og að örva dreifingu tónlistar á milli landa.
Á meðal þeirra sem hlotið hafa verðlaunin síðustu ár eru Lykke Li, Disclosure, Todd Terje, Adele, MØ og Disclosure.