fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Reykjavíkurdætur unnu evrópsk tónlistarverðlaun

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 11:30

Reykjavíkurdætur Mynd: Berglaug Petra Garðarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykja­víkur­dætur unnu í dag Music Moves Europe Forward Talent Awards, tón­listar­verð­laun á vegum Evrópu­sam­bandsins.

Verð­launin verða af­hent á Euro­s­onic-tón­listar­há­tiðinni þann 19. janúar, en alls eru 24 hljómsveitir tilnefndar í sex flokkum.

Reykja­víkur­dætur voru til­nefndar í flokknum rapp/hip hop á­samt þremur öðrum flytj­endum, en tveir flytj­endur hljóta verð­launin í hverjum flokki. Belgíska hip hop grúbban Blackwave (Willem Ardui and jaywalker) vann einnig í flokknum. Tveir íslenskir flytjendur hafa áður verið tilnefndir og unnið til verðlaunanna, hljómsveitin Of Monsters and Men árið 2013 og Ásgeir Trausti árið 2014.

Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá 2003, en valið er úr hópi efnalegasta tónlistarfólks Evrópu. Til­gangur verð­launanna er að vekja at­hygli á fjöl­breyttri tón­list innan evrópskrar tón­listar­menningar og að örva dreifingu tón­listar á milli landa.

Á meðal þeirra sem hlotið hafa verð­launin síðustu ár eru Lykke Li, Disclosure, Todd Terje, Adele, MØ og Disclosure.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ronan Keating brjálaður: „Þú mátt drepa mann og ganga frjáls“

Ronan Keating brjálaður: „Þú mátt drepa mann og ganga frjáls“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“