fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Ragga nagli – „Hvaða máltíðamynstur hentar minni dagskrá og lífsstíl?“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þessum fjallar hún um hvort er betra að borða smærri eða stærri máltíðir.

Hvort er betra?
Margar smærri máltíðir oft yfir daginn.
Eða færri og stærri máltíðir með lengra millibili?

Reglur um hvenær við eigum og megum borða eru orðnar svo flóknar að við getum þulið upp alla aukastafi af PÍ áður en við þorum að setja örðu upp í túlann.

Það hefur verið hamrað í höfuðleðrið á okkur að margar smærri máltíðir á dag séu hinn heilagi gral.

Ef það líða meira en 3 tímar milli máltíða hrynur grunnbrennslan til grunna eins og spilaborg í haustgolu.
Flest matarplön og megrunarkúrar falla í gleymskunnar dá eftir 6-8 vikur. Vegna þess að þeim er ekki fylgt.

Að skipuleggja sex máltíðir á dag, pakka í nestisbox, drattast með kælitösku í Kringluna, éta möndlur og hálft epli inni á klósetti á fundi er yfirþyrmandi fyrir suma og getur reynst jafn yfirþyrmandi og flókið og að skipuleggja friðarfund í Sameinuðu þjóðunum.

Fyrir þetta fólk eru tvær til þrjár máltíðir á dag eins og að tína fífla úti á túni í sólskini í júlímánuði.

Hinsvegar fá sumir svima, ógleði og orkuleysi ef of langt líður milli snæðinga í grímuna.

Svarið er þess vegna að hvorug nálgunin hefur yfirburði yfir hina.

Þú ættir í staðinn að spyrja sjálfan þig:

* hvaða máltíðamynstur hentar minni dagskrá og lífsstíl?
* hvað myndi halda mínum líkama og sál urlandi hamingjusömum?
* hvor nálgunin hjálpar mér að halda mig við efnið og færa mig nær markmiðum mínum?

Ef þú ert með heilaþoku, gaulandi görn og þráhyggjuhugsanir um mat að borða þrisvar á dag þá er það ekki nálgun sem þú munt halda þig við.

Rannsóknir hafa sýnt að enginn munur er á grunnbrennsluhraða hvort sem máltíðir eru þrjár eða sex yfir daginn.
Að sama skapi sýndi nýleg rannsókn að enginn marktækur munur var á þyngdartapi hvort sem fólk borðaði þrisvar eða sex sinnum á dag.

Heildarhitaeiningar dagsins og gæði fæðunnar sem rennur niður vélindað ber höfuð, herðar, hné og tær yfir máltíðatíðni og fjölda.

Ef þú veist ekki hversu mikið þú ættir að borða í samræmi við markmiðin þín, þá ætti það vera byrjunarpunkturinn framyfir máltíðatíðni.

Það eru fjölmargar leiðir til að flá kött.
Eins eru fjölmargar leiðir til að gúlla snæðinga.
Finndu þann máltíðafjölda sem hentar þér og þú getur hugsað þér alla ævi.

Það er leiðin sem hentar þér.

Alltof margir detta í smáatriðalömun að horfa á það sem skiptir 5% máli.
Tæklaðu stórgrýtið fyrst áður en þú pikkar upp steinvölurnar.

Facebooksíða Röggu nagla.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Bellingham valinn bestur
Gaf Díegó í jólagjöf
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox
Fókus
Í gær

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi