Þann 20. nóvember 1989 var barnasáttmálinn samþykktur af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og fullgiltur á Íslandi í október 1992. Barnasáttmálinn var lögfestur á Íslandi þann 20. febrúar 2013 með lögum nr. 19/2013 og er nú hluti af íslenskri löggjöf. Segja má að lögfestingin inniberi stefnuyfirlýsingu stjórnvalda um að uppfylla sáttmálann í hvívetna. Það felur meðal annars í sér aukna eftirfylgni með innleiðingu sáttmálans, samstarfs ríkis og sveitarfélaga um framkvæmd hans og markvissa réttindafræðslu til barna jafnt sem fullorðinna. Þrjár valfrjálsar bókanir hafa verið gerðar við sáttmálann.
Sáttmálinn endurspeglar nýja sýn á stöðu barna í samfélaginu og tryggir þeim sérstaka vernd, umönnun og þátttöku. Hann felur í sér viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Öll ríki Sameinuðu þjóðanna að frátöldum tveimur hafa fullgilt sáttmálann: Bandaríkjunum og Sómalíu.
Að tilefni dagsins fékk Unicef á Íslandi þá JóaPé og Króla til að fræða fólk aðeins um barnasáttmálann og markmið hans.