Stuð- og söngvamyndin Mamma Mia: Here We Go Again kom, sá og sigraði íslensk kvikmyndahús nú í sumar. Aðsóknartölur myndarinnar sýndu fram á (rétt eins og fyrri myndin) að Íslendingar halda gríðarlega upp á ABBA og standast ekki mátið að taka þátt í því glensi sem framhaldið bauð upp á.
DV Fókus ætlar að gefa fáeinum heppnum einstaklingum DVD eintök af kvikmyndinni Mamma Mia: Here We Go Again. Það eina sem þarf að gera er að deila niðurstöðunni í athugasemdakerfinu að neðan, sumsé hver það er sem samsvarar þínum persónuleika og þá ert þú komin/n í pottinn!
Dregið verður síðan út eftir helgi.
Þá er ekki eftir neinu að bíða en að kanna svarið við ofangreindri spurningu: Hvaða persóna úr Mamma Mia er þinn sálufélagi?