Dagur 3 – tiltekt
Flestir ganga í sokkum og þess vegna er sokkaskúffan verkefni dagsins.
Verkefni dagsins
Tæmdu sokkaskúffuna. Raðaðu aftur í hana þeim sokkapörum sem þú vilt nota. Láttu ekki staka sokka eða óþægilega trufla líf þitt – taktu þá til hliðar og best er að setja þá í fatasöfnun Rauða krossins.
Varúð – passaðu þig á því að missa þig ekki í að taka allan fataskápinn í leiðinni. Það kemur nýr dagur eftir þennan dag og þá er hægt að taka nýtt lítið „verkefni dagsins“ – sem er stutt og laggott.
Deildu mynd inn á Instagram undir #sjödagatiltekt