fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fókus

DV tónlist á föstudaginn : Lay Low

Guðni Einarsson
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 13:30

Tónlistarkonan Lay low er næsti gestur DV tónlist.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í næsta þætti af DV tónlist mun tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, koma í heimsókn.

Lay Low hefur átt farsælan feril frá því hún kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2006 með frumraun sinni “Please Don’t Hate Me”. Platan sló rækilega í gegn, náði strax platinum sölu og sópaði til sín verðlaunum. Í kjölfarið gaf hún út plöturnar “Farewell Good Night’s Sleep” (2008), “Brostinn Strengur” (2011) og “Talking About the Weather” (2013) sem allar hafa fengið frábærar viðtökur bæði hér heima og erlendis.

Ábreiða Lay Low af laginu Jolene naut mikilla vinsælda við útgáfu á öldum ljósvakans og dúett hennar með Ragga Bjarna í laginu „Þannig týnist tíminn“ er ennþá í miklu uppáhaldi landsmanna.

Lay Low heldur langþráða tónleika í Bæjarbíói laugardaginn 1. desember. Tilefnið að þessu sinni er vinýl útgáfa meistaraverksins „Brostinn Strengur” sem kom upphaflega út árið 2011 og vakti mikla lukku meðal hlustenda hennar.

Útsendingin hefst á slaginu 13.00 á vef DV.is.

Ítarlegt viðtal við Lay Low verður í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan
Fókus
Fyrir 1 viku

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 1 viku

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“