fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

DV tónlist á föstudaginn : Lay Low

Guðni Einarsson
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 13:30

Tónlistarkonan Lay low er næsti gestur DV tónlist.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í næsta þætti af DV tónlist mun tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, koma í heimsókn.

Lay Low hefur átt farsælan feril frá því hún kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2006 með frumraun sinni “Please Don’t Hate Me”. Platan sló rækilega í gegn, náði strax platinum sölu og sópaði til sín verðlaunum. Í kjölfarið gaf hún út plöturnar “Farewell Good Night’s Sleep” (2008), “Brostinn Strengur” (2011) og “Talking About the Weather” (2013) sem allar hafa fengið frábærar viðtökur bæði hér heima og erlendis.

Ábreiða Lay Low af laginu Jolene naut mikilla vinsælda við útgáfu á öldum ljósvakans og dúett hennar með Ragga Bjarna í laginu „Þannig týnist tíminn“ er ennþá í miklu uppáhaldi landsmanna.

Lay Low heldur langþráða tónleika í Bæjarbíói laugardaginn 1. desember. Tilefnið að þessu sinni er vinýl útgáfa meistaraverksins „Brostinn Strengur” sem kom upphaflega út árið 2011 og vakti mikla lukku meðal hlustenda hennar.

Útsendingin hefst á slaginu 13.00 á vef DV.is.

Ítarlegt viðtal við Lay Low verður í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Þór fékk stórskrýtna sendingu frá Reykjavíkurflugvelli – „Hvar fær maður svona“

Jóhannes Þór fékk stórskrýtna sendingu frá Reykjavíkurflugvelli – „Hvar fær maður svona“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kári skrifar Ragnari skjálfta bréf – „Ef ég man rétt tókst okkur ekki að stöðva stríðið í Víetnam“

Kári skrifar Ragnari skjálfta bréf – „Ef ég man rétt tókst okkur ekki að stöðva stríðið í Víetnam“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ellý segir gjaldþrotin og erfiðleika hafa gert sig sterkari – „ Ég vel að vera ljón og vera sterk“

Ellý segir gjaldþrotin og erfiðleika hafa gert sig sterkari – „ Ég vel að vera ljón og vera sterk“