Tónlistarmaðurinn Daði Freyr fór nýstárlega leið þegar hann samdi sitt nýjasta lag, en það samdi hann með aðstoð fylgjenda sinna á Instagram. Notaði hann meðal annars hunangskrukku, geimskip og Pezkall við gerð rapplagsins.
Daði gaf fylgjendum sínum möguleika á því að velja á milli hluta sem hann myndi nota sem hljóðfæri í laginu og sýndi svo frá öllu ferlinu á Instagram. Ef þú vilt taka þátt í næsta lagi er um að gera að fylgja Daða Frey á Instagram.