fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Hvert stefnum við? – málþing um hönnun í kvikum heimi

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 2. nóvember 2018 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tengslum við afhendingu Hönnunarverðlauna Íslands 2018, er boðið til málþings sem ber yfirskriftina „Hvert stefnum við? – málþing um hönnun í kvikum heimi“.

Málþingið fer fram í dag í Veröld – hús Vigdísar frá kl.15-17.30. Áhersla verður á framtíðina og lykilorð nýrrar hönnunarstefnu fyrir Ísland sem nú er í lokamótun, þar sem áhersla er lögð á hönnun til verðmætasköpunar og betra samfélags. 10 ár eru nú liðin frá hruni og stofnun Hönnunarmiðstöðvar, sem fæddi meðal annars af sér HönnunarMars, fyrstuHönnunarstefnu Íslands , HA – fyrsta hönnunarblaðið á Íslandi og sýningar erlendis á verkum hönnuða frá Íslandi.

Meðal þeirra sem flytja örerindi eru Ragna Margrét Guðmundsdóttir, Garðar Eyjólfsson, Hrólfur Karl Cela, Bergur Finnbogason og Halla Helgadóttir.

Snörp myndræn erindi um vægi hönnunar / arkitektúrs í þróun og nýsköpun í atvinnulífi, samfélagi og menningu, ásamt framtíðarsýn Paul Bennett hönnunarstjóra IDEO, veita innblástur í skarpar pallborðsumræður um framtíðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram