fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Systir Meghan stelur sviðsljósinu með nýrri bók á sama tíma og Meghan er sett

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 19. nóvember 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Systir Meghan Markle hertogaynjunnar af Sussex hyggst stela athyglinni yfir fæðingu fyrsta barns Markle og Harry Bretaprins, því á sama tíma og Meghan er sett, kemur bók Samönthu Markle, In The Shadows of The Duchess, út þar sem hún segist gefa allt upp.

Bókin á að koma út í apríl eða maí, eða á sama tíma og Meghan er sett. Samantha hefur gefið það út að hún muni „fara yfir allt“ í bókinni sem bar áður titilinn The Diary of Princess Pushy´s Sister, og í þessu „allt“ felist allt frá vögguvísum til lyga.

„Bókin fer yfir allt sem gerist á bak við tjöldin sem heimurinn veit ekki af og treystu mér það er fullt.“

Samantha er með MS sjúkdóminn og er í hjólastól og í bókinni kemur einnig fram að Samanta hefur orðið fyrir netníð síðan Meghan systir hennar og Harry Bretaprins giftu sig.  Síðustu vikur hefur hún bætt kafla við bókina og hefur haft samband við FBI, alríkislögregluna.

„Það var svo margt sem mig langaði að koma fyrir áður en bókin endaði,“ segir Samantha í viðtali við DailyStar. „Svo hef ég lent í netníð og neteinelti, þar sem ég er að fá skilaboð og sögusagnir um mig sem eru ekki sannar. Ég er búin að tilkynna þær til FBI. Einnig hefur fólk verið að hringja líflátshótanir inn á útvarpsstöðvar, þannig að FBI og lögreglan eru með símanúmer þeirra og heimilisföng.“

Samantha er þögul um hvað er nákvæmlega í bókinni og hvort hún ljóstrar upp einhverjum leyndarmálum Meghan sjálfrar.

Hún gefur þó í skyn að stórt fjölskyldudrama og rifrildi verði uppljóstrað, sem hefur klofið fjölskylduna eftir að Meghan varð hertogaynja. Frændi þeirra Tyler Dooly tengist því, en hann er sonur bróður Meghan, Thomas Markle Jr. „Það er svo skondið að í þessu rifrildi öllu þá er hann að tala um eitraða fjölskyldumeðlimi samt er hann sjálfur að tala illa um ættingja sína og kennir sig við móður sína (Dooley eftirnafnið).

Tyler hefur ekki séð Meghan síðan hann var sex ára. Hún passaði hann nokkrum sinnum þannig að ég er hissa á að Dooleys fólkið sé svona árásargjarnt og reyni að komast yfir Markle nafnið og systur mína.“

Auk þess að gefa út bókina þá hyggst Samantha gefa kost á sér til að halda fyrirlestra og einnig kemur nýtt podcast út. „Það eru góðir hlutir framundan og ég er með rödd og tækifæri til að nota til góðra verka og til að hjálpa öðrum og ná fram breytingum. Það er mikilvægt fyrir mig að ná þessum breytingum fram sérstaklega þegar kemur að neteinelti, fötlun og samfélagsmiðlum. Mér finnst ég blessuð að geta talað fyrir aðra sem hafa ekki rödd.“

Fréttir um bókina koma nokkrum mánuðum eftir að Samantha kom fram í viðtali í breskum sjónvarpsþætti með auðmjúka afsökunarbeiðni til Meghan eftir að hafa eytt mánuðum í dónaskap gagnvart henni.

Hún grátbað Meghan að vera í sambandi þar sem faðir þeirra væri mjög veikur, en hann komst ekki í konunglega brúðkaupið vegna hjartaáfalls, og sagði: „Ég vona að ég komi skilaboðum til systur minnar, vonandi getum við hreinsað andrúmsloftið og haldið áfram með friðsamlegum hætti.“

„Fjölmiðlaumfjöllun hefur verið yfirþyrmandi, hún hefur verið særandi fyrir fjölskyldu mína og ég get ekki ímyndað mér hversu særandi hún hefur verið fyrir systur mína.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“