fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Bergrún og Ragga með litríkt útgáfuboð

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 19. nóvember 2018 16:00

Krakkarnir fóru heim með plaköt

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Ragga Gröndal og barnabókahöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir fögnuðu nýlega útgáfu tónlistarævintýrisins Næturdýranna í versluninni Bíum bíum. Barnabókin og textarnir eru eftir Bergrúnu og Ragga semur tónlistina sem fylgir með bókinni.

Ragga og Bergrún árita bækur

Útgáfuboðið var hið glæsilegasta og fullt út úr dyrum af hamingjusömum börnum sem mörg hver mættu í náttfötum eða mjúkum heilgöllum. Sandra Karen Káradóttir tók myndir af stemningunni.

Hrannar Þór Andrason og Bjartur Andrésson voru í miklu stuði

Ragga tók þrjú lög úr Næturdýrunum ásamt dásamlegum barnakór, meðal annars Kóngulóarlagið sem notið hefur vinsælda meðal leikskólabarna frá því lagið var fyrst flutt á Barnamenningarhátíð í Hörpu á árinu.

Ragga tók lagið með Næturdýrakórnum

Mikið var um pastellitaðar dýrðir í boðinu en á boðstólum voru regnbogamöffins, einhyrningagos og sælgæti í öllum litum regnbogans.

Veitingarnar voru í stíl við þemað
Sigrún, Bryndís og Andri
Hrafntinna mætti í fallegum búning
Dregið úr happadrætti
Allir símar fóru á loft þegar Ragga flutti Kóngulóarlagið

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“