Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, sem lengi var kenndur við Hamborgarafabrikkuna, skildi í vor eftir 20 ára samband.
Hann hefur nú fundið ástina að nýju í örmum lögfræðingsins Elínar G. Einarsdóttur, sem starfar sem lögfræðingur hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Ástin geislar af parinu sem var nýlega saman í Abú Dabí.
Simmi seldi fyrr á árinu hlut sinn í Hamborgarafabrikkunni, en mun starfa sem framkvæmdastjóri Keiluhallarinnar og veitingastaðarins Shake & Pizza út þetta ár. Simmi endar með stæl. Jólakökusjeik og pítsa með rifnu hangikjöti og laufabrauði er „uppfinning“ sem hann býður gestum þar upp á núna fyrir jólin.