Kvikmyndin Crimes of Grindelwald (Fantastic Beasts) var forsýnd fyrir fullum sal á miðvikudag í Sambíóunum Egilshöll.
Myndin er sú nýjasta úr smiðju J. K. Rowling, höfundar Harry Potter bókanna.
Þrír Íslendingar eru áberandi í myndinni – Ingvar E. Sigurðsson, Ólafur Darri og Álfrún Gísladóttir – og sendi Ingvar skemmtileg skilaboð til forsýningargesta fyrir myndina, en hann var staddur í London.
Myndin er veisla fyrir aðdáendur ævintýra, Harry Potter, og baráttu góðs og ills. Auk þess er alltaf gaman að sjá Íslendinga á hvíta tjaldinu.
Mummi Lú tók ljósmyndir af frumsýningargestum.