fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Hildur Eir skilin – „Auðvitað er þetta sorg, auðvitað er þetta skipbrot“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 15:40

Hildur Eir Bolladóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju er ávallt opin um eigið líf á Facebook síðu sinni. Það á við um nýjustu breytingu í einkalífi hennar, en hún og eiginmaður hennar til 18 ára, Heimir Haraldsson, eru skilin.

Skilnaðurinn er í góðu og segir Hildur Eir að þau hafi meira að segja rætt um að skrifa uppistand um skilnaðarferlið. Bendir Hildur Eir líka réttilega á að það sé hægt að skilja og vera ekki fáviti og að þykja vænt um makann áfram.

Skilnaður. Ég hef haft það undarlega göngulag í gegnum tíðina að vera fyrst til að opinbera vanmátt minn, sama í hvaða formi hann birtist. Þó ég sé nú orðin fertug þá ætla ég mér ekki að hætta því, nú er ég hætt að drekka áfengi, borða sykur, mjólkurvörur og er svo í ofanálag skilin, hvað næst? Gerast búddamunkur í Tíbet? Við Heimir erum skilin eftir 20 ára samfylgd og 18 ára hjónaband sem gat af sér tvo undursamlega drengi og óendanlega dýrmæta vináttu sem við hjónaleysin ætlum svo sannarlega að rækta um ókomna tíð, við vorum meira að segja að velta því fyrir okkur í gær að skrifa uppistand um skilnaðarferlið og flytja á sviði þegar við erum búin að jafna okkur á nýjum veruleika. Heimir er ekki kominn með nýja konu og ég ekki heldur þótt sagan segi að sé á hraðferð út úr skápnum enda sást ég með minnst fjórum lesbíum á opinberum vettvangi í síðustu viku, það var reyndar ótrúlega ósanngjarn hrekkur gagnvart samfélaginu, hver þeirra er eiginlega í sigtinu? En að öllu gamni slepptu þá ákváðum við Heimir í sameiningu að ég myndi skrifa þetta til að létta á mannskapnum af því að við tvö erum frekar létt á því.
Auðvitað er þetta sorg, auðvitað er þetta skipbrot, auðvitað eru margir sorgmæddir í kringum okkur, auðvitað erum við bæði kvíðin fyrir framtíðinni, skárra væri það nú, búin að vera saman hálfa ævina en það dó enginn og við eigum hvort annað að nema það gerist að Heimir eignist konu sem þoli mig ekki og ég karl sem heldur með Tottenham. Annars ætti þetta bara að ganga vegna þess að þó hvorugt okkar hafi dúxað í skóla þá erum við engir fávitar. Það er hægt að skilja og vera ekki fáviti, það er hægt að skilja og þykja óendanlega vænt um maka sinn, það er hægt að skilja og eiga enn tengsl. Að þessu sögðu þá er öllum óhætt að spyrja okkur sjálf út í þetta, hlýjar kveðjur og faðmlög eru líka vel þegin, við erum bara eins og annað fólk, drullu vanmáttug þegar lífið tekur nýja stefnu. Með fyrirfram þökk Hildur Eir og Heimir. P.s. ég er ekki komin á Tinder en ég er hins vegar komin með six pack, svo öllu sé nú haldið til haga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Þór fékk stórskrýtna sendingu frá Reykjavíkurflugvelli – „Hvar fær maður svona“

Jóhannes Þór fékk stórskrýtna sendingu frá Reykjavíkurflugvelli – „Hvar fær maður svona“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kári skrifar Ragnari skjálfta bréf – „Ef ég man rétt tókst okkur ekki að stöðva stríðið í Víetnam“

Kári skrifar Ragnari skjálfta bréf – „Ef ég man rétt tókst okkur ekki að stöðva stríðið í Víetnam“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ellý segir gjaldþrotin og erfiðleika hafa gert sig sterkari – „ Ég vel að vera ljón og vera sterk“

Ellý segir gjaldþrotin og erfiðleika hafa gert sig sterkari – „ Ég vel að vera ljón og vera sterk“