Þetta er tilvalinn dagur til að byrja sjö daga verkefni. Vegna þess að þú ætlar ekki að láta veðrið, börnin, vinina eða bara eitthvað annað trufla þig í að gera stutta verkefni dagsins.
Mundu að rauði púkinn á öxlinni mun reyna halda þér niðri eins og hann getur. Hann mun segja þér að þetta sé tilgangslaust, vitlaust og algjör þvæla. Þú ræður hvort þú hlustar á hann – já! ÞÚ ræður.
Verkefni dagsins:
Náðu í skál eða box. Taktu ALLT upp úr vösunum á úlpunni þinni, vinnuúlpu, handtösku, skólatösku eða hvað annað sem þú notar dags daglega og settu þetta allt í box. Tæmdu alla vasa af þínum dagsdaglegu fötum.
Týndu svo upp úr það sem þú þarft að hafa á þér og settu það aftur í vasann/töskuna.
Þú ræður hvort þú hendir restinni eða leyfir því að bíða í boxinu í nokkra daga – mögulega þarftu að nota eitthvað fleira af þessu. Sennilega getur þú hent mörgu.
Ástæðan fyrir þessu verkefni
Við erum oft með fullt af dóti á okkur – strimla úr búðum eða eitthvað sem við þurfum ekki að ganga með á hverjum degi. Þetta dót er fyrir okkur og truflar okkur án þess að við vitum af því. Þess vegna er gott að taka til í öllum vösum/töskum.
Til hamingju – þú kláraðir eitt verkefni í dag
Deildu mynd inn á Instagram undir #sjödagatiltekt