fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fókus

Aníta Rún upplifir mikla fordóma í samfélaginu – „Hvað getum við gert til að hjálpa þeim?“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aníta Rún Óskarsdóttir 21 árs varð fyrir þeirri lífsreynslu fyrr á árinu að missa yngri bróður sinn af völdum neyslu á lyfseðilsskyldum lyfjum.

Í kjölfar áfallsins varð Aníta Rún vör við mikla fordóma í samfélaginu gagnvart þeim sem glíma við fíkn og í færslu sem hún skrifaði á Facebook-síðu sína veltir hún fyrir sér af hverju svo er.

„Eftir að Einar Darri bróðir minn lést af völdum lyfjaeitrunar vildi ég fá að vita meira um eiturlyfja heiminn, og þá fór ég virkilega að hugsa af hverju fordómarnir gagnvart þessu veika fólki eru svona miklir í samfélaginu okkar,“ segir Aníta Rún, sem sjálf hefur glímt við kvíða og varð þakklát þegar umræða um kvíða og þunglyndi varð opnari.

Systkinin Aníta Rún og Einar Darri.

„ Ég lærði að ég er ekki ein sem upplifi kvíða og að það sé í lagi að leita sér hjálpar, sem ég ákvað síðan að gera.“

Aníta Rún segir að umræðan um eiturlyfjaheiminn hafi verið mikil í samfélaginu síðustu mánuði og fleiri virðast vera að átta sig á því að það er í lagi að leita sér hjálpar. Sjálf segist hún samt sjá mikla fordóma gagnvart fólki í vanda og með fíkn og spyr af hverju svo sé. „Einstaklingur með kvíða og/eða þunglyndi á það sameiginlegt við einstakling með fíkn að hegðun breytist ósjálfrátt þegar fíknin eða kvíðinn tekur stjórn.“

Segir hún að í dag sé það talið eðlilegt að „poppa“ eina pillu, og því hugsi fólk örugglega oft af hverju það ætti ekki að prófa? Það geri fólk án þess að hugsa að ein pilla getur valdið því að einstaklingur verður háður, hvað þá að ein pilla getur skilið milli lífs og dauða.

„Mín heitasta ósk er að samfélagið okkar gæti hætt með þessa fordóma og hugsa frekar: „Hvað getum við gert til þess að hjálpa þeim?, hvað getum við gert til þess að hindra að unga fólkið okkar prófi eiturlyf? og hvað getum við gert til þess að unga fólkinu okkar líði betur?“

Staðreyndin er nefnilega sú að hvort sem einstaklingur sé með kvíða, fíkn, þunglyndi eða líkamleg veikindi, þá er þetta ekki eitthvað sem fólk vill lifa með.

Að lokum hvetur Aníta Rún fólk til að standa öll saman, fræða samfélagið og hjálpa fólkinu okkar því við eigum öll bara eitt líf.

Aníta Rún og faðir hennar, Óskar Vídalín, voru í viðtali við DV í sumar: Samhugur og samstaða er styrkur í sorginni eftir andlát Einars Darra – Hálf tafla skildi milli lífs og dauða – „Við verðum að læra að lifa með sorginni, hvernig sem við gerum það“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna Svava ljóstrar upp hvar hún fékk kjólinn sem vakti svona mikla athygli – „Ég er heltekin af þessu dressi“

Anna Svava ljóstrar upp hvar hún fékk kjólinn sem vakti svona mikla athygli – „Ég er heltekin af þessu dressi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Enginn mistilteinn en djúsí koss við jólatréð“

Vikan á Instagram – „Enginn mistilteinn en djúsí koss við jólatréð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þráði stærri brjóst og lagði fermingarpeningana til hliðar fyrir stækkun – Lét taka púðana 9 árum seinna og útskýrir af hverju

Þráði stærri brjóst og lagði fermingarpeningana til hliðar fyrir stækkun – Lét taka púðana 9 árum seinna og útskýrir af hverju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn