fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Guðmundur Ragnar harkaði af sér rifbeinsbrot við björgun fimmtán sjómanna – „Góð tilfinning að bjarga mannslífum“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ragnar Magnússon sigmaður hjá Landhelgisgæslunni tók þátt í björgunaraðgerðum við afleitar aðstæður í Helguvík aðfaranótt laugardags þegar sementsflutningaskipið Fjordvik strandaði á leið til hafnar. Um borð voru fjórtán manna áhöfn og hafnsögumaður frá Reykjaneshöfn. Það var hlutverk Guðmundar að síga niður í skipið, stjórna aðgerðum þar og koma öllum fimmtán skipbrotsmönnunum heilum upp í þyrluna.

Í viðtali við Víkurfréttir segir Guðmundur Ragnar frá björgunaraðgerðinni, daglegri vinnu sigmannsins og af hverju hann valdi sér þetta starf að ævistarfi.

„Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á björgunarstörfum þannig að það var bara rökrétt að leiðin lægi þangað,“ segir Guðmundur, sem hefur starfað hjá Landhelgisgæslunni í tólf ár og á þeim tíma hefur hann meðal annars einu sinni áður komið að jafn stórri björgun þegar fimmtán skipverjum var bjargað af skipi suður af landinu.

Hvernig er hin daglega vinna sigmannsins?

„Þegar við erum á vakt þá er það þannig að við æfum einu sinni á dag og það krefst undirbúnings. Æfingarnar eru mismunandi. Við æfum að bjarga úr fjöllum og einnig af sjó úr björgunarbátum og skipum. Þetta gerum við aftur og aftur, eins oft og þarf.“

Guðmundur segir verkefni eins og björgunaraðgerðina um helgina mjög stórt verkefni og sjaldgæft að fara þurfi í svo stóra björgun. „Í flestum tilvikum þegar við erum að hífa úr skipum þá erum við bara að hífa einn sem yfirleitt er slasaður. Þarna er hins vegar lífbjörg eða mannbjörg. Það þurfti að ná þessum mönnum frá skipinu og við erum að sjá fyrir okkur ýmsar sviðsmyndir í því. Við metum það hvort við sækjum fyrst bara helminginn af áhöfninni og sækjum svo hina eða hvort við getum tekið alla í einu.“

Aðstæður í útkallinu voru erfiðar og lýsir Guðmundur Ragnar þeim í viðtalinu. Þegar hann lenti um borð náði hann ekki að fóta sig, féll á box á brúarþakinu og fann að hann hafði brotið eitthvað. „Ég áttaði mig á að það hefði eitthvað brotnað eða brákast. Ég fann það þegar ég andaði djúpt hvað var að gerast.“

Þegar þarna var komið voru skipverjarnir orðnir nokkuð hræddir að sögn Guðmundar Ragnars, en tveir og tveir voru hífðir upp í einu til að vera fljótari, aðgerðin tók rúman hálftíma. Segir Guðmundur Ragnar að allt öðruvísi sé að vinna með íslenskum sjómönnum.

„Þeir hafa margir verið hífðir upp í þyrlu áður og þeir sem ekki hafa verið hífðir hafa þá að minnsta kosti orðið vitni að því og því auðvelt að vinna með þeim en erfitt með útlendingunum. Þá eru aðferðir mismunandi milli landa hvernig þyrlubjörgun fer fram og því þurfum við að vera duglegir að segja mönnum til.“

TF-LÍF var til aðstoðar á vettvangi, en ákveðið var að taka alla skipverja um borð í TF-GNÁ. Tuttugu manns voru því komnir um borð.

Aðspurður um hvernig honum líði eftir aðgerðina svarar Guðmundur Ragnar að hann sé fullur sjálfstrausts, „sérstaklega þegar það hefur gengið vel og bjargað mörgum og það er ástæðan fyrir því að við erum í þessu. Við höfum gaman af þessu og það er mjög góð tilfinning að bjarga mannslífum.“

Guðmundur Ragnar verður í dagvinnu næstu þrjár til sex vikur, meðan rifbeinin gróa. Og vinnufélagar hans tóku húmórinn á þetta á mánudag og buðu honum í mat, rétt dagsins:„Þeir buðu mér upp á rif. Það var vel þegið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina