fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fókus

Auður skrifar um framúrskarandi krakka í neyslu – „Erfiðara að koma af fullkomnu heimili eða vera fullkominn því fallið er hærra“

Babl.is
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 23:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auður Þórðardóttir er á lokaári sínu í Menntaskólanum við Sund (MS). Sem lokaverkefni er hún að skrifa rannsóknarritgerð sem fjallar um afreksfólk sem leiðist út í fíkniefnaneyslu. Ritgerðin ber titilinn Brasilíufanginn, en það er tilvitnun í bók með sama titil eftir Jóhannes Kr. Kristjánsson um Karl Magnús Grönvold. Karl var dæmdur í fangelsi í Brasilíu árið 2007 fyrir að reyna að smygla sex kílóum af kókaíni inn í landið.

 

Karl Magnús var mjög efnilegur handboltamaður áður en hann leiddist út í fíkniefnaneyslu. ,,Rannsóknin fjallar um krakka sem eru góðir í skóla, góðir í íþróttum en leiðast samt í þennan heim. Það getur til dæmis verið út af vandamálum heima, eða bara allskonar andlegri vanlíðan. Krakkar sem skara fram úr þurfa að þóknast öllum og þess vegna er alveg skiljanlegt ef þeim líður ömurlega. Þeir þurfa að vera með allt upp á tíu. Svo er líka fullt af krökkum bara forvitnir um fíkniefni. Hvert sem þú ferð er alltaf eitthvað dóp sem þig langar að fikta í.”

Auður segir að hættan liggi einmitt í því hvað þessir krakkar eru klárir. ,,Þeir halda að þeir komist upp með að vera í neyslu því þau eru svo flott. Ég veit til dæmis um virkilega gáfaða krakka í góðum skólum sem sniffa samt spítt til að halda sér gangandi í lærdómnum. Margir halda að þeir séu miklu sniðugri en allir aðrir og geta haldið sig innan ákveðinna marka, en svo fer allt skyndilega úrskeiðis.”

Á suma vegu getur verið erfiðara að koma af ,,fullkomnu heimili” eða að vera ,,fullkominn” því fallið er hærra. ,,Fólk er búið að byggja svo háan turn og komið svo hátt með það sem það hefur afrekað, ef eitthvað fer úrskeiðis hrapar það svo harkalega. Lífið getur litið út fyrir að vera bara búið. Þessir krakkar hafa öllu að tapa og það er erfitt. Þér gengur vel í skóla, ert góður í íþróttum, fjölskyldan dýrkar þig og þú ert í góðum vinahóp, en með fíknivandamál til hliðar sem getur tekið allt sem þú elskar frá þér. Þegar vandamálið tekur svo allt frá þér þá er miklu erfiðara að koma til baka og fá fólk til að treysta þér. Allir vita hvernig þú varst og hvernig þú ert núna.”

„Vandinn með þessa týpu er allt annars eðlis heldur en með aðra hópa í neyslu. Þú sérð bara yfirborðið hjá þessum krökkum sem standa sig svo frábærlega, og fólk öfundar þá bara því allt er svo fullkomið, en svo er kannski fullt af vandamálum undir yfirborðinu.”

Til að safna heimildum fyrir ritgerðina birti Auður spurningakönnun á Facebook. ,,Það kom mér rosalega á óvart hvað það voru margir sem sögðust hafa prófað fíkniefni. Lokaspurningin var opin spurning þar sem ég spurði af hverju þau prófuðu fíkniefni. Þá svöruðu flestir að það væri út af vanlíðan. Það eru allt of fá úrræði fyrir krakka sem líða illa eða eiga við geðrænan vanda að stríða. Það er ekki nóg af úrræðum fyrir unglinga sem eru komnir í mikla fíkniefnaneyslu.”

Myndirðu segja að það sé meira af framafólki sem hefur prófað fíkniefni en þú bjóst við?

,,Já miklu meira. Þetta er svo ósýnilegt vandamál. Það talar enginn um þetta. En sem betur fer er það að verða sýnilegra. Það er búið að tala mjög mikið um unglinga sem koma úr erfiðum aðstæðum og eru að drulla upp á bak í lífinu. Það er miklu viðurkenndara að tala um þá og fíkniefnavanda þeirra, en ekki fíkniefnavanda þeirra sem standa sig vel.”

Auður segir að það sé auðveldara fyrir krakka að fela fíkniefnaneyslu fyrir foreldrum sínum en áður fyrr. ,,Foreldrar þekkja börnin sín ekki eins og þeir gerðu. Þú getur alveg verið í harðri neyslu og mamma þín og pabbi myndu ekki taka eftir því. Það er miklu meira af pillum sem er ekkert mál að fela. Ef þú ert að reykja gras er miklu erfiðara að fela það.”

Heldurðu að foreldrar þekki betur merki kókaín, spítt eða grasneyslu?

,,Það er talað miklu meira um örvandi efni og gras. Forvarnafræðsla í grunnskólum og menntaskólum hefur aðallega fjallað um þessi efni. Merki um pilluneyslu eru aðeins öðruvísi og fólk þekkir þau ekki. Foreldrar manns vara mann alveg við þessum hefðbundnu fíkniefnum og maður veit alveg um afleiðingarnar af því að nota þau. En foreldrar hafa ekki sagt krökkum neitt um þessi lyfseðilsskyldu lyf.”

Auður vill meina að það sé mikilvægt að fræða foreldra og krakka um fíkniefnaneyslu, eins og hún er í dag, og hættur hennar. ,,Foreldrar þurfa alveg að vita hvað er í gangi í heimi unglinga. Sérstaklega út af dauðsföllunum út af lyfjaneyslu í ár. Æskan er að deyja hægri vinstri. Þetta er stærsta heilbrigðisvandamálið sem herjar á ungt fólk í dag. Mörg sjálfsvíg oft tengd við fíkniefnaheiminn hjá Landlækni og þess vegna gætu alveg verið fleiri dauðsföll út af fíkniefnaneyslu en við vitum þegar af. Þjóðin vill ekki tengja geðrænu vandamálin við fíkniefnin þó þau geti haft rosalega slæm áhrif á geðheilsu þína. Þetta er svo viðkvæmt og fólk þorir ekki að tala um þetta opinskátt og horfast í augu við þetta vandamál.”

Heldur þú að hluti af því vandamáli sé að margir líta enn á þetta sem hegðunarvanda barna og unglinga?

„Klárlega. Þú fréttir ekkert af krökkum sem eru duglegir í skóla og flottir í íþróttum sem eru að nota þetta, þú heyrir af krökkunum sem koma af brotnum heimilum, eiga við geðræn vandamál að stríða og hegðunarvanda að stríða. Það er talað um þetta svo öðruvísi eftir hvaðan þú kemur.“

Heldurðu að þessi vitundarvakning muni leiða til minni fíkniefnaneyslu unglinga?

,,Auðvitað. Þetta er það sem við Íslendingar erum langbestir í. Sérstaklega við unga fólkið. Við finnum okkur eitthvað átak og við stöndum við það. Þetta er bara byrjunin. Baráttan fyrir aðgerðum gegn fíkniefnavandanum á bara eftir að stækka og stækka. Það verður aldrei hægt að útiloka þetta vandamál en það er hægt að vinna gegn fíkniefnavandanum þangað til hann verður lítill sem enginn.”

Sólrún Freyja Sen skrifaði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Mikið áfall fyrir karlmenn að missa blöðruhálskirtilinn og reisnina

Mikið áfall fyrir karlmenn að missa blöðruhálskirtilinn og reisnina
Fókus
Í gær

Myndband Sunnevu rataði á mjög frægan miðil

Myndband Sunnevu rataði á mjög frægan miðil