Billboard tilkynnti í síðustu viku að Ariana Grande yrði heiðruð sem Kona ársins þann 6. desember á 13. árlega Women in Music (Konur í tónlist) galakvöldverði.
R&B söngkonan tvítaði þakkarkveðju til aðdáenda sinna á Twitter og hvatti um leið 224 milljón fylgjendur sína til að ganga til kosninga í Bandaríkjunum. Grande hefur til þessa unnið til fjögurra Grammy verðlauna, átt þrjár plötur í fyrsta sæti á Billboard 200 listanum og 10 lög í topp tíu á Billboard Hot 100 listanum.
Á meðal fyrri söngkvenna sem Billboard hefur heiðrað eru Madonna, Lady Gaga, Taylor Swift og Selena Gomez.
Tilkynning Billboard kom stuttu áður en Grande gaf út textamyndband við nýjasta lag hennar, thank u, sem er skot á hennar fyrrverandi Big Sean, Ricky Alvarez, Mac Miller heitins og fyrrum unnusta hennar, Pete Davidson.