fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Hjón segjast hætt barneignum eftir 21. barnið – „Þau segja þetta á hverju ári,“ segir sonur þeirra

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 12. nóvember 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurmamman Sue Radford fæddi nýlega sitt 21 barn, þegar dóttirin Bonnie Raye kom í heiminn eftir 12 mínútna fæðingu.

Ég hélt ég þyrfti gleðiloft, en það var bara enginn tími.

Barnahópur Radford var himinlifani þegar hún kom heim með yngsta meðliminn í tíu svefnherbergja heimili fjölskyldunnar í Morecambe, Lancashire í Bretlandi.

Þau rifust um hver fengi að halda fyrstur á henni. Það er svo falleg stund þegar þú kemur heim með nýfætt barn og hin bíða í röð eftir að fá að halda á barninu.

Eiginmaður Sur, Noel 47 ára, segir „Það planar enginn að ætla að eignast 21 barn. Við héldum að við myndum eignast þrjú.“

Sue 43 bætir við, „Við höfum ákveðið að við viljum ekki fleiri börn. Bonnie fullkomnar fjölskyldu okkar. „Sumir ákveða að hætta eftir tvö eða þrjú börn. Við tökum þá ákvörðun eftir 21.“

Hjónin hafa þó sagt þetta áður, til dæmis eftir fæðingu Archie, sem nú er 14 mánaða. Og Noel fór í ófrjósemisaðgerð eftir að níunda barnið kom í heiminn, sem hann seinna lét snúa við.

Sue sem hefur verið samtals 811 vikur þunguð leggur áherslu á að einhvern tíma komi að endalokum. „Óléttufötin fara bráðum í ruslið. Ég mun ekki sakna þess að vera ófrísk. Ljósmæðurnar á spítalanum voru allar að spyrja hvort þær myndu sjá okkur að ári og við svöruðum bæði; „Nei klárlega ekki.“ Við ætlum bara að njóta þess að eiga börnin sem við eigum og barnabarnanna okkar.“

Christopher er elstur barnanna.

Hjónin sjá fyrir stórfjölskyldunni með eigin fyrirtæki, en þau eiga bakarí, og þiggja barnabætur frá ríkinu. Fyrsta barnið kom í heiminn þegar Sue var aðeins 14 ára. Christopher er núna að nálgast þrítugt og yngsta systir hans, Bonnie, sem nú er fjögurra daga gömul, er frænka dóttur hans, Maise, sem er 16 mánaða.

Sophie, elsta dóttir Sue og Noel, á þrjú börn. Barnabörnin eru því orðin fjögur.

Af 21 barni eru elstu tvö flutt að heiman. 19 þeirra búa enn hjá foreldrum sínum: Chloe, 23 ára, Jack, 21 árs, Daniel, 19 ára, Luke, 18 ára, Millie, 17 ára, Katie, 15 ára, James, 14 ára, Ellie, 13 ára, Aimee, 12 ára, Josh, 11 ára, Max, 9 ára, Tillie, 8 ára, Oscar, 7 ára, Casper, 6 ára, Hallie, 3 ára, Phoebe, 2 ára, og Archie, 14 mánaða.

Hjónin eru bæði ættleidd og árið 2014 misstu þau fóstur þegar Sue var gengin 21 viku. Þau eru fullviss um að það barn, Alfie, hafi vakað yfir Bonnie. „Við komumst að því að við vorum ófrísk sama mánaðardag og við komumst að því að Alfie var á leiðinni árið 2014. Báðar áttu síðan að koma í heiminn á sama mánaðardegi,“ segir Sue.

Bætir hún við að það hafi verið pínu erfitt að finna nafn á nýjustu dótturina, sérstaklega nafn sem endaði á „ie“ líkt og aðrar dætur þeirra. „Noel líkaði ekki við nöfnin sem mér líkaði við og öfugt. Og nöfnin sem okkur líkaði við, líkaði krökkunum ekki við.“

Þegar litið er til þess að allir virkir dagar fela í sér að ferja börn í þrjá skóla og á leikskóla, þvo þrjár þvottavélar og annast þrjú börn undir fjögurra ára aldri þá hljóta tveir dagar á fæðingardeildinni að hafa verið kærkomið frí fyrir hjónin. „Þetta er ástæðan fyrir að við héldum áfram að eignast börn,“ segir Noel og hlær.

„Hér er aldrei dauð stund. Húsið er fullt af hlátri og við elskum að vera umkringd börnunum okkar. Þau elska líka að tilheyra stórri fjölskyldu. Það var sérstök tilfinning að koma heim og hugsa að þetta væri í síðasta sinn sem við kæmum heim með ungabarn. Síðan munum við losna okkur við vögguna, svo pelana. Þetta verða áfangar sem við þurfum að takast á við.“

Börnin eru þó viss um að foreldrar þeirra séu ekki hætt. Sophie, barn númer tvö í röðinni, segir „Þau munu ekki hætta á oddatölu.“

„Þau segja þetta á hverju ári, svo á hverju ári er nýtt barn,“ segir Max og hlær.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone