fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Hátt í 1000 manns komu fram á vel heppnaðri Listahátíð í Reykjavík í sumar

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 12. nóvember 2018 13:30

Saurus á opnunarhátíð Listahátíðar 2. júní 2018 Credit Leifur Wilberg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varlega áætlað sóttu yfir 35 þúsund manns viðburði Listahátíðar í Reykjavík í sumar þó veðurguðirnir hafi svo sannarlega ekki leikið við borgarbúa. Viðburðir fóru fram á 48 stöðum vítt og breitt um borgina og víðar um landið.

Fulltrúaráð, stjórn og stjórnendur Listahátíðar í Reykjavík 7.nóv 2018 Credit Laimonas Dom

Ársfundur fulltrúaráðs Listahátíðar í Reykjavík var haldinn í Höfða þriðjudaginn 7. nóvember 2018. Í ráðinu sitja fulltrúar allra helstu menningarstofnana og -samtaka landsins og það eru til skiptis borgarstjóri og mennta- og menningarmálaráðherra sem veita því formennsku.  Á fundinum kynntu stjórnendur útkomu hátíðarinnar í ár sem er afar jákvæð bæði hvað varðar gestafjölda, miðasölu og rekstrarafkomu, segir í tilkynningu.

Saurus á opnunarhátíð Listahátíðar 2. júní 2018 Credit Leifur Wilberg

Hátíðinni var breytt aftur í tvíæring fyrir tveimur árum án þess að árlegt framlag ríkis og borgar til hennar væri skert. Sú breyting, auk markvissrar stefnumótunar á síðasta ári og eftirfylgni hennar, hefur skilað sér í sterkari hátíð. Eiginfjárstaða er nú jákvæð og rekstrargrundvöllur tryggður.

Transhumance 9. júní 2018 Credit Leifur Wilberg

Vigdís Jakobsdóttir listrænn stjórnandi Listahátíðar segir að stefnumótunin, sem unnin var í samstarfi við breiðan hóp í íslensku menningarlífi hafi verið sterkur grunnur að standa á við skipulag hennar fyrstu hátíðar.

R1918 10. júní 2018 Credit Lefur Wilberg

„Allt skipulag hátíðarinnar í ár miðaðist við að ná til fjölbreytts hóps áhorfenda, sem er í raun kjarni stefnunnar okkar. Vegleg fjölskyldudagskrá, úrval ókeypis viðburða, endurvakning Klúbbs Listahátíðar, viðburðir í úthverfum borgarinnar og samvinna við aðila eins og Rauða krossinn og Félag heyrnarlausra eru dæmi um það sem við gerðum til þess að teygja okkur út til nýrra áhorfendahópa.  Ég er afar þakklát fyrir góð viðbrögð við þessum aðgerðum okkar, sem sköpuðu mörg af eftirminnilegustu augnablikum hátíðarinnar.“

Transhumance 9. júní 2018 Credit Leifur Wilberg

Ný stjórn

Ný stjórn Listahátíðar til næstu tveggja ára tók við á fundinum en hana skipa Þórunn Sigurðardóttir formaður (skipuð af mennta- og menningarmálaráðherra), Margrét M. Norðdahl (skipuð af borgarstjóra) og Tryggvi M. Baldvinsson (kjörinn af fulltrúaráði).

Fjölmenni á opnun Listahátíðar í Listasafni Reykjavíkur 2. júní Credit Leifur Wilberg

Listahátíð 50 ára 2020

Næsta Listahátíð fer fram í júní 2020 en á því ári fagnar Listahátíð einnig 50 ára afmæli sínu. Undirbúningur fyrir þá hátíð er þegar kominn vel á veg.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively
Fókus
Fyrir 3 dögum

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“