fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Hafdís Björg fékk það óþvegið fyrir að keppa í fitness – „Þessi lítur nú bara út eins og gleðikona“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 12. nóvember 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafdís Björg Kristjánsdóttir, einkaþjálfari, margfaldur Íslandsmeistari í fitness og fjögurra barna móðir, skrifar í pistli sínum um fyrirmyndir.

Skrifar hún um að þegar hún var yngri átti hún fyrirmyndir sem hún leit upp til, fólk sem hvatti hana til að fara eigin leiðir í lífinu. Hins vegar þegar hún gerði akkúrat það fékk hún á sig gagnrýni bæði vegna vals hennar og útlits.

Þegar ég var yngri átti ég alls konar fyrirmyndir, ég átti þó nokkrar og dáðist ég alltaf að fólki sem barðist fyrir réttlæti! Barðist fyrir því að allir stæðu jafnir sama hvað. Fólk mætti velja sínar leiðir í lífinu og okkur ber að virða þeirra val enda ekki okkar að dæma. Eða hvað?

Þegar ég ákvað að byrja að keppa í fitness og fólkið sem að ég hafði alltaf litið upp til fór að gagnrýna mitt val og mínar leiðir fór ég að átta mig á að þetta væri ekki svo einfalt! Var þetta í alvörunni fólkið sem að ég leit upp til og vildi verða eins þegar ég yrði stór? Nei ég var komin aftur í leikskóla.

Skoðum þetta aðeins :

Þetta var fólk sem var að hneykslast á því að við værum að ýta undir útlitsdýrkun en var síðan að gagnrýna okkar útlit.

Oji hvað hún er horuð, fáðu þér að borða! Oji afhverju eru þau svona brún?? Þessi lítur nú bara út eins og gleðikona! Þetta eru ekkert nema steraboltar!

Bendir Hafdís á að iðkendur fitness, líkt og aðrir íþróttamenn, séu stolt af árangri sínum og vilji deila honum með honum. Það hins vegar stoppi ekki gagnrýni annarra.

Já þetta fékk mig til þess að hugsa og ákveða, ætla ég að hætta í þessu sporti því ég þurfti að réttlæta mitt val og taka þátt í rökræðum sem ég hafði ekki kjark í eða ætla ég að velja það sem gleður mig og mitt hjarta og standa með sjálfri mér?!

Segist Hafdís að lokum hafa ákveðið að standa með sjálfri og ná sínum markmiðum, þrátt fyrir gagnrýni og skoðanir annarra um að hún gæti það aldrei.

Ég ákvað að verða sú manneskja sem ég leit upp til þegar ég var lítil!

Hafdís Björg og Gunnar eiginmaður hennar.

Hér fyrir neðan er pistillinn í heild sinni

Þegar ég var yngri átti ég alls konar fyrirmyndir, ég átti þó nokkrar og dáðist ég alltaf að fólki sem barðist fyrir réttlæti! Barðist fyrir því að allir stæðu jafnir sama hvað. Fólk mætti velja sínar leiðir í lífinu og okkur ber að virða þeirra val enda ekki okkar að dæma… Eða hvað?

Þegar ég ákvað að byrja að keppa í fitness og fólkið sem að ég hafði alltaf litið upp til fór að gagnrýna mitt val og mínar leiðir fór ég að átta mig á að þetta væri ekki svo einfalt! Var þetta í alvörunni fólkið sem að ég leit upp til og vildi verða eins þegar ég yrði stór? Nei ég var komin aftur í leikskóla.

Skoðum þetta aðeins :

Þetta var fólk sem var að hneykslast á því að við værum að ýta undir útlitsdýrkun en var síðan að gagnrýna okkar útlit.

Oji hvað hún er horuð, fáðu þér að borða! Oji afhverju eru þau svona brún?? Þessi lítur nú bara út eins og gleðikona! Þetta eru ekkert nema steraboltar!

Þegar ég síðan benti á að það væri sniðugt að leyfa réttum aðilum að sjá um dóma, þá fékk ég svarið fræga: „þið eruð að biðja um þetta! Þú ert að fara upp á svið til þess að biðja um gagnrýni, þú ert að setja inn myndir til þess að fá viðbrögð og fólk á rétt á sínum skoðunum.“

Og þegar sama manneskjan sem gekk niður Laugaveginn í þeirri baráttu um að konur mættu vera eins druslulega klæddar og þær vildu án þess að verða fyrir áreiti eða sleggjudómum frá öðrum, var ein sú fyrsta sem sagði við mig að við fitness fólk værum að biðja um þetta áreiti þegar við stígum á svið þá missti ég alla virðingu fyrir þeirri manneskju.

En okei hvar á ég að byrja.

Þessi rök eru svo fjarri lagi, við förum upp á svið til þess að fá gagnrýni frá réttum aðilum, aðilum sem þekkja okkar sport. Við setjum inn myndir því við erum stolt af okkar árangri og viljum deila honum með öðrum, rétt eins og flestir gera sem stunda aðrar keppnisíþróttir.

Fólk á rétt á sínum skoðunum það er alveg rétt en það gefur manni ekki leyfi á því að vera asni og segja hluti bara til þess að brjóta niður! Stundum er gott að bíta bara í tunguna á sér eða setjast á fingur sér og þegja.

Já þetta fékk mig til þess að hugsa og ákveða, ætla ég að hætta í þessu sporti því ég þurfti að réttlæta mitt val og taka þátt í rökræðum sem ég hafði ekki kjark í eða ætla ég að velja það sem gleður mig og mitt hjarta og standa með sjálfri mér?!

Ég ákvað að ég vildi ekki vera sú manneskja sem þrífst á niðurbroti og sleggjudómum yfir öðrum! Eg ákvað að ég vildi verða sú manneskja sem myndi ná sínum markmiðum þrátt fyrir að hafa heyrt að hún gæti það aldrei! Ég ákvað að verða sú manneskja sem ég leit upp til þegar ég var lítil!

Ef fitness er fyrir þig, FRÁBÆRT! Ef ekki, FRÁBÆRT! Það skiptir ekki máli hvort svarið þitt er, virðum hvort annað og leyfum fólki að velja sína leið.

Kær kveðja

Margfaldur bikar og Íslandsmeistarinn já sú sem átti aldrei að geta keppt í fitness því hún átti þrjú börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nökkvi Fjalar er kominn til baka – „Gerum það ómögulega mögulegt saman“

Nökkvi Fjalar er kominn til baka – „Gerum það ómögulega mögulegt saman“