fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Greetings from Turku í Grafíksalnum

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 10. nóvember 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag  kl. 17 opnar sýningin Greetings from Turku í Grafíksalnum, sýningarsal félagsins Íslensk Grafík í Hafnarhúsinu. Sýningin er samvinnuverkefni Turku Printmakers Association og félagsins Íslensk Grafík. Sumarið 2019 munu fulltrúar ÍG heimsækja Turku og halda sína sýningu í Gallerí Joella í Turku, Finnlandi.

Félag Turku Printmakers í Finlandi samanstendur af myndlistamönnum sem vinna myndlist sína með fjölbreyttum tæknilegum aðferðum grafíklistarinnar. Félagið var upphaflega stofnað árið 1933 til að koma grafíklistinni og listamönnum á framfæri bæði í Finnlandi og erlendis. Félagið hefur starfað sleitulaust frá fyrsta degi.

Fjölmargar sýningar félagsmanna hafa verið haldnar vítt og breitt um Finnland og vakið mikla athygli almennings á grafíklistinni. Fulltrúar Turku hafa einnig sýnt verk sín á sýningum erlendis, þær fyrstu voru haldnar í Moskvu og Ríga árið 1934. Undanfarin ár hafa Turku Printmakers heimsótt norræna kollega sína og grafíkfélög og með yfir 90 félagsmönnum hefur félagið sett merk sitt á síbreytilegt landslag samtímalistarflóru Finnlands.

Greetings from Turku er samsýning 11 grafíklistamanna sem vinna í mismunandi stíl og tækni í prentlistinni.

Listamennirnir eru: Marja Aapala, Jemena Höijer, Katri Ikävalko, Juha Joro, Petra Kallio, Heli Kurunsaari, Lotta Leka, Marita Mikkonen, Hanna Tammi, Tiina Vainio, Hanna Varis

 

Sýningin stendur yfir frá 10. – 25.nóvember. Opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 14 – 17.

Sýningin er styrkt af: Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar, Íslensk-Finnska menningarsjóðnum, Norræna Menningarsjóðnum, & Arts Promotion Centre Finland.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram