fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Árna tókst með aðstoð að verða nýtur þjóðfélagsþegn – „Lífið að byrja, en ég var við það að drepa mig“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 10. nóvember 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er gallaður maður og meðal annars með genatískan fíknisjúkdóm, en án áfengis og með því að stunda mitt prógram tókst mér að verða nýtur þjóðfélagsþegn,“ skrifar Árni Magnússon, fyrrum félagsmálaráðherra og þingmaður í pistli á Viljinn.

Árni er fæddur árið 1965 og rifjar í pistlinum upp hvernig hann tvítugur að aldri var kominn á endastöð sökum alkóhólisma. Árni fór í meðferð á Vogi, sem þá var nýbyggður og í pistlinum segir hann frá hvernig honum hefur farnast síðan.

Það er töluvert um liðið frá árinu 1965 eða 53 ár. Þetta var árið sem ég fæddist og við tóku æsku- og unglingsár í hratt vaxandi Kópavogi þess tíma. Öllu hrært í sama pottinn, pönki og diskó, köldu stríði og kjarnorkuvá. Bjórinn var ekki leyfður og „dóp“ ekki í annars hvers manns vasa.

Það breytti ekki því að tvítugur var ég kominn að endimörkum í þróun þess sjúkdóms sem genin mín fólu í sér og nær dauða en lífi skreið ég inn á Vog, sem þá var nýbyggður, í ársbyrjun 1986.

Gæfa mín var mikil. Ég naut þess að Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, frjáls félagasamtök, höfðu byggt upp öflugt meðferðarprógram með sterka tilvísun í 12-spora kerfi AA-samtakanna.

Ég var líka svo gæfusamur að fá að fara í meðferð á Vogi þegar mín alkóhólíska þvermóðska vék um stutta stund. Ég var þar í 12 daga og aftur féll lukkan mér í skaut þegar ég fékk boð um að fara í fjögurra vikna framhaldsmeðferð á Sogni.

Eftir meðferðina naut Árni áfram leiðsagnar SÁÁ, sótti fundi og leitaði sér ráðgjafar. Þegar hann fagnaði eins árs edrúmennsku fór hann í vikudvöl á Sogni og aftur þegar hann fagnaði tveimur árum. Þegar hann var að bugast eftir fimm ár kom SÁÁ  honum aftur til aðstoðar.

Við tóku ár þar sem ég naut leiðsagnar þeirra sem gengið höfðu götu edrúmennskunnar á undan mér. En ekki bara það. Ég naut áfram þeirrar stórkostlegu þjónustu sem áhugamannasamtökin góðu höfðu hörðum höndum og með stuðningi íslenskrar þjóðar, byggt upp. Ég gat sótt mér ráðgjöf og námskeið í Síðumúlann, ég fékk að fara í vikudvöl að Sogni þegar ég fagnaði eins árs edrúmennsku og aftur þegar ég hafði verið edrú í 2 ár.

Hvað þurfa margir að deyja í viðbót? spyr Árni í pistlinum  og leggur áherslu á að 200 milljónir þurfi til að stytta biðlistann á Vog.

Sjá pistil Árna í heild

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja
Fókus
Fyrir 3 dögum

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“