Rithöfundurinn og sagnaþulurinn Einar Kárason les úr bók sinni Stormfuglar og segir frá glímunni við söguna og sjóinn í Menningarhúsinu Árbæ í dag kl. 16.30.
Bókin lýsir einstaklega vel öllu því sem lýtur að sjómennsku, bæði vinnubrögðum, samskiptunum um borð í skipinu og háskanum sem alltaf er nálægur. Einar gekk með hugmynd af bókinni í áraraðir en þegar til kastanna skrifaði hann hana í einni lotu.
Bókin Stormfuglar hefur vakið mikla athygli en hún byggir á sönnum atburðum. Hún segir frá baráttu þrjátíu og tveggja sjómanna upp á líf og dauða á síðutogaranum Máfinum í aftaka veðri. Skipið er drekkhlaðið, ísingin hleðst upp og veðrið glórulaust.
Upplagt að nota tækifærið og koma og hlusta á og spjalla við okkar einstaka sagnameistara Einar Kárason.