fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Saxafónleikari í söngleiknum Kabarett spilaði með Gloriu Estefan og Barry Manilow

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 1. nóvember 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin í söngleiknum Kabarett, sem sýndur er í Samkomuhúsinu á Akureyri, hefur vakið athygli enda ekki af verri endanum. Hljómsveitin, sem er á sviðinu alla sýninguna, er meðal annars skipuð af goðsögninni Pálma Gunnarssyni, sem spilar á kontrabassa, trommuleikaranum Einari Scheving, sem spilar á slagverk, og gítarleikaranum Kristján Edelstein. Færri vita hinsvegar að saxafónleikari sýningarinnar er hinn hæfileikaríki og reyndi Bandaríkjamaður, dr. Phillip J. Doyle, sem einnig spilar á klarinett og flautu í söngleiknum.

Doyle, sem varði nýverið doktorsritgerð sína við University of Miami Frost School of Music Alum í tónlistarfræðum, hefur tekið þátt í mörgum heimsþekktum verkefnum. Hann hefur til að mynda spilað í sjónvarpsþáttunum NBC Today Show og Ellen Degeneres Show og á sviði með söngkonunni Gloriu Estefan, stórstjörnunni Barry Manilow og kvikmyndaskáldinu James Newton Howard.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Doyle kemur fram á Íslandi því árið 2014 spilaði hann á Reykjavík Jazz Festival.

 

„Trommuleikarinn Einar Scheving hefur verið einn af mínum bestu vinum síðustu 14 árin og það er honum að þakka að ég er hér en Einar er einn besti trommuleikari sem ég hef spilað með,“ segir Doyle. „Síðan ég kom hingað fyrst, fyrir þremur árum, hefur mér liðið eins og heima hjá mér hér á landi. Sérstaklega vegna þess hversu vel íslensku tónlistarmennirnir hafa tekið mér. Það sama var upp á teningnum þegar ég kom til Akureyrar. Hljóðfæraleikarar Kabarett eru miklir fagmenn auk þess sem Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson er einn sá besti tónlistarstjóri sem ég hef unnið með.“

 

Söngleikurinn Kabarett, eftir Joe Masteroff, var frumsýndur í Samkomuhúsinu 26. október. Leikstjóri sýningarinnar er Marta Nordal, en með aðalhlutverkin fara Ólöf Jara Skagfjörð, Hákon Jóhannesson, Hjalti Rúnar Jónsson, Karl Ágúst Úlfsson, Andrea Gylfadóttir, Birna Pétursdóttir og Jóhann Axel Ingólfsson. Danshöfundur er hinn heimsþekkti Lee Proud en um búninga og leikmynd sér Auður Ösp Guðmundsdóttir. Reynsluboltinn Doyle gefur hópnum afar háan gæðastimpil sem Hlín Agnarsdóttir, gagnrýnandi Menningarinnar á RÚV staðfesti í vikunni þegar hún gaf verkinu afar fína dóma.

 

Doyle segir Ísland draumi líkast. „Fjöllin, himininn og norðurljósin eru eins og úr öðrum heimi en það jafnast ekki á við samvinnuna í leikhúsinu. Það er oft sagt í Bandaríkjunum að í samkeppni komi hið rétta eðli fólks í ljós, en hér hef ég ekkert upplifað nema sanna vináttu sem gerir sýninguna enn betri. Hvert sæti er velskipað og ég er virkilega stoltur af því að taka þátt í Kabarett.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Prófaði að fylgja mataræði Katrínar hertogaynju

Prófaði að fylgja mataræði Katrínar hertogaynju
Fókus
Fyrir 2 dögum

Janúar áskorun Sunnevu – Segir þetta raunhæfari útgáfu af áskoruninni sem umbreytir fólki

Janúar áskorun Sunnevu – Segir þetta raunhæfari útgáfu af áskoruninni sem umbreytir fólki
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þau eignuðust börn árið 2024

Þau eignuðust börn árið 2024
Fókus
Fyrir 6 dögum

Flugmaður Play fangar töfrandi sjónarspil úr háloftunum og gefur góð ráð – Svona nærðu flottum myndum af norðurljósunum

Flugmaður Play fangar töfrandi sjónarspil úr háloftunum og gefur góð ráð – Svona nærðu flottum myndum af norðurljósunum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu