fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fókus

Ragga nagli: „Lífið er núna, ekki eftir einhver kíló“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 1. nóvember 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þessum fjallar hún um að gæfuspor lífshamingjunnar.

EKKI HÆTTA.

HALTU ÁFRAM.

Við sjáum svona pósta í hástöfum eins og gargað á okkur daglega á gramminu og Fésbók.
Iðulega fylgir mynd af brúnkusprautuðum tálguðum skrokk og æðakerfið sýnilegt hinu nakta auga eins og leiðakerfi strætisvagnanna.

Þessum skilaboðum er ætlað að rífa botnstykkið upp úr sófasettinu, og klöngrast á hlaupabrettið og skipta fjarstýringunni út fyrir galvaníserað handlóð. Svo lengi sem þú gefst ekki upp muntu uppskera draumaskrokkinn að lokum.

En það er samt ýmislegt sem er okkur hollt að gefast upp á að gera og mun aðeins auðga lífið, fylla það hamingju og minnka kvíða.

Margt sem við hættum að gera veitir okkur sjálfstraust, hugarró og frelsi.

Hlutir sem þú ættir að gefast upp á að gera.

* Að hlammast á vigtina daglega eða mörgum sinnum á dag og leyfa tilviljanakenndri tölu sem poppar á skjáinn að ákvarða lífshamingju dagsins.

* Að fresta því að kaupa föt þar til þú grennist og senda þar með skilaboð til sjálfsins um að vera ekki nógu góð eins og þú ert nú þegar.

* Henda heilu fæðuflokkunum út í hafsauga eftir að hafa lesið í lífsstílstímariti reynslusögu um stórkostlega hratt þyngdartap Gunnu úti í bæ.

* Logga hverja örðu af mat í smáforrit í símanum og láta töluna þar stjórna hversu mikið og hvað rennur niður vélindað þann daginn.

* Að fara á æfingu til að refsa þér fyrir að hafa löðrað þig í bernessósu um helgina.

* Að horfa á matardiskinn sem grömm af kolvetnum, prótíni og fitu, en ekki sem ánægjulega upplifun í munninum.

* Borða mat sem þér finnst ekki góður af þeirri einu ástæðu að hann er á matarplani sem þú niðurhalaðir af netinu.

* Stunda kerfisbundið niðurrif á spegilmyndinni á hverjum morgni með ljótri orðræðu um skrokkinn.

* Að láta fatastærð eða þyngd ákvarða virði þitt sem manneskju en ekki styrkleika og eiginleika þína sem manneskju og áhrif á annað fók.

Því er barið inn í hausinn á okkur að gefast aldrei upp en stundum getur það verið okkar helsta gæfuspor fyrir lífshamingjuna að gefa sumt upp á bátinn.

Lífið er núna… ekki eftir einhver kíló.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina