fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Ingibjörg Huld Halldórsdóttir myndlistarkona opnar sýningu í Gallerí Gróttu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 1. nóvember 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag kl. 17 mun Ingibjörg Huld Halldórsdóttir opna myndlistarsýningu sína HELGIMYNDIR í Gallerí Gróttu – sýningarsal Seltjarnarness sem er á 2. hæðinni á Eiðistorgi (inni á Bókasafni Seltjarnarness). Sýningin verður opin til 25. nóvember samkvæmt opnunartíma bókasafnins.

Stórum spurningum er velt upp í sýningunni Helgimyndir. Því hvað þýðir samband foreldris og barns fyrir það hvernig samfélagið virkar? Frá fyrsta andartaki er barnið ósjálfbjarga og mótast af þeim raunveruleika sem mætir því við fæðingu: fjölskyldunni. Eins er samfélagið í raun mótað innan fjögurra veggja heimilisins, því barnið lærir ekki aðeins það sem fyrir því er haft, heldur er meðvirkur meðleikari í því sjónarspili sem hér fer fram.

Í olíu- og krosssaumsverkum á sýningunni veltir myndlistarmaðurinn þessum raunveruleika barnsins fyrir sér. Hvernig er samband foreldris og barns í þjóðfélagi þar sem skömm og meðvirkni ómeðvitað og meðvitað er notuð til að stjórna fólki? Er hornstein feðraveldisins að finna í þessu sambandi móður og barns?

Eins og í fyrri sýningum Ingibjargar er skömmin í brennidepli og málin skoðuð frá sjónarhóli barnsins. Myndirnar eru áhrifamiklar og vilja vekja áhorfandann til umhugsunar um samfélagið, fjölskylduna og eigin barnæsku.

Myndlistarmaðurinn Ingibjörg Huld Halldórsdóttir er fædd og uppalin í Borgarfirði. Hún lærði arkitektúr í Kaupmannahöfn og Lyon, Frakklandi, og vann lengi sem arkitekt og hönnuður samhliða listsköpun. Hún hefur tekið þátt í bæði einka- og samsýningum hér heima og í Danmörku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram