Kvikmyndin Bohemian Rhapsody sem fjallar um hljómsveitina Queen er frumsýnd á Íslandi á morgun. Hjómsveitin var stofnuð í London 1970 og er starfandi enn í dag með þremur stofnmeðlimum: Brian May gítar, Roger Taylor trommur og John Deacon bassi. Söngvari sveitarinnar Freddie Mercury lést 1991.
Eins og flestir vita var Mercury goðsögn í lifanda lífi og er enn, og lög sveitarinnar munu að öllum líkindum lifa löngu eftir að þremenningarnir verða einnig farnir yfir móðuna miklu.
En skildu krakkar í dag þekkja Queen og lög sveitarinnar? Myndbandið hér fyrir neðan er ársgamalt en við hæfi að rifja upp núna þegar kvikmyndin er að detta í sýningar.
Hvað finnst krökkum um lög Queen, þekkja þau einhver þeirra og/eða hverjir meðlimir sveitarinnar eru?