Lisbeth Salander, hin vinsæla sögupersóna úr Millenium bókaflokknum eftir Stieg Larsson, snýr aftur á skjáinn í spennutryllinum The Girl in the Spider’s Web. Salander og blaðamaðurinn Mikael Blomkvist flækjast í vef netglæpa, mansals og spilltra embættismanna.
Myndin er byggð á fjórðu bókinni í bókaflokknum, Það sem ekki drepur mann, sem skrifuð er af David Lagercrantz og hlaut heimsathygli við útkomuna árið 2015.
Leikkonan Claire Foy sem hlaut Golden Globe fyrir leik sinn í The Crown er mögnuð sem Salander. Með aðalhlutverk fara Claire Foy, Sylvia Hoeks og Stephen Merchant. Íslenski leikarinn Sverrir Guðnason fer með eitt aðalhlutverkið í myndinni en hann leikur blaðamanninn Mikael Blomkvist.
Við minnum á Bíóhornið þar sem heppnir þátttakendur geta unnið miða á myndina og eintak af bókinni. Taktu þátt hér.
The Girl in the Spider’s Web er sýnd í Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Sambíóunum Kringlunni og Borgarbíó Akureyri