Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson og kærasta hans, Árný Fjóla Ásmundsdóttir, eru gift.
Parið skráði sig í hjónaband á Facebook í dag og rignir hamingjuóskum yfir þau.
Parið heillaði þjóðina fyrst upp úr skónum í fyrra þegar þau tóku þátt í Söngkeppni Sjónvarpsins, en þar lentu þau í 2. sæti.
Fókus óskar parinu að sjálfsögðu líka til hamingju með hjónabandið.